1519 – Fimm skip Ferdinands Magellan leggja úr höfn í Sevilla í leiðangur umhverfis jörðina. Næstráðandi Magellan, Baskinn Juan Sebastían Elcano, lýkur leiðangrinum í kjölfar dauða Magellan á Filippseyjum.
1628 – Sænska herskipið Vasa sekkur í Stokkhólmshöfn 20 mínútum eftir að landfestum var sleppt í fyrstu ferð þess.
1792 – Ráðist er á Tuileries-höllina í Frönsku byltingunni. Loðvík 16. er handtekinn og svissneskir varðliðar hans brytjaðir niður af múgnum í París.
1969 – Daginn eftir að hafa myrt Sharon Tate og fjóra að auki, myrða meðlimir söfnuðar Charles Manson Leno og Rosemary LaBianca.
1997 – Fjölmiðlafígúran og fyrirsætan Kylie Jenner fæðist.