fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Faðir vekur reiði fyrir að refsa syni sínum og birta myndband af því: Gekk hann of langt? Dæmi hver fyrir sig

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. mars 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryan Thornhill, bandarískur faðir, hefur vakið reiði margra eftir að hann birti myndband af því þegar hann refsaði syni sínum.

Þannig er mál með vexti að sonur hans, Hayden, 10 ára, hafði hagað sér illa í skólarútunni sem varð til þess að honum var vísað úr rútunni í þrjá daga. Bryan brá á það ráð að láta son sinn hlaupa í skólann þessa þrjá daga – og til að sjá til þess að hann myndi hlaupa í skólann ákvað Bryan að fylgja honum eftir á bifreið sinni.

Daginn sem meðfylgjandi myndband var tekið var rigning og veður ekkert sérstakt. En þar sem Hayden hafði sýnt litlu systur sinni dónaskap daginn áður fékk hann að fara á tveimur jafnfljótum í skólann – þrátt fyrir leiðindaveður.

Margir hafa gagnrýnt Thornhill fyrir uppátæki sitt og bent á það að refsingar af þessu tagi hjálpi ekki til við að ala upp hamingjusöm og sjálfsörugg börn. Eitt sé að framkvæma svona og annað að birta einnig myndband af drengnum þar sem niðurlægingin er fullkomnuð. Hvað sem því líður segist Thornhill í myndbandinu standa fastur á þeirri skoðun að gamaldagsuppeldi sé það sem þarf nú til dags.

„Þetta drepur engan. Þetta er heilbrigð leið til að refsa barni. Þetta kallast uppeldi,“ segir hann.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Er þetta góð leið til að kenna börnum lexíu? Myndbandið má sjá hér að neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=AF73pJMPO8o&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Aron Einar byrjaði í Meistaradeildinni – Verður hann í landsliðshópnum á miðvikudag?

Aron Einar byrjaði í Meistaradeildinni – Verður hann í landsliðshópnum á miðvikudag?
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Með nýrnabilun eftir að hafa borðað þrjá hamborgara

Með nýrnabilun eftir að hafa borðað þrjá hamborgara
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Brynjar segir áherslur framboðsflokka farnar að taka á sig mynd – „Þýðir ekki að vera einhver lurða að hætti fyrrverandi borgarstjóra“

Brynjar segir áherslur framboðsflokka farnar að taka á sig mynd – „Þýðir ekki að vera einhver lurða að hætti fyrrverandi borgarstjóra“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir United – Síðast þegar liðið skoraði svona lítið þá féll það úr deildinni

Áhyggjuefni fyrir United – Síðast þegar liðið skoraði svona lítið þá féll það úr deildinni
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“