1801 – Páll I Rússkeisari er hogginn með sverði, síðan kyrktur og að lokum er hann fótum troðinn uns hann skilur við. Þetta átti sér stað í svefnherbergi hans hátignar í kastala heilags Mikjáls í St. Pétursborg, nú Lenígrad.
1919 – Benító Mússólíní stofnar fasistaflokk sinn í Mílanó á Ítalíu.
1933 – Reichstag, löggjafarþing Þýskalands frá 1870–1933, veitir Adolf Hitler umboð til að setja lög án aðkomu löggjafarþingsins (þ. Ermächtigungsgesetz), og þar með ná tangarhaldi á Þýskalandi með afleiðingum sem flestir þekkja.
1956 – Pakistan verður fyrsta íslamska lýðveldi jarðar.
2001 – Rússneska Mir-geimstöðin er talin hafa gegnt hlutverki sínu eftir 15 ár í geimnum. Leifarnar, eftir för hennar í gegnum lofthjúp hjarðar, falla í Suður-Kyrrahaf.