Rúmur meirihluti Íslendinga trúir á tilvist álfa. Álfatrúin er mest hjá Framsóknarkonum, rúmlega 81 prósent.
Moskítóflugur lifa á Grænlandi, Bretlandi, Noregi en ekki á Íslandi eða í Færeyjum.
Fólk leysir vind að meðaltali 14 sinnum á dag. Eitt prósent af gasinu er brennisteinsvetni sem gefur því slæma lykt.
Við landnám var Vatnajökull langtum minni en hann er í dag og hét þá Klofajökull.
Kaststjörnur, eða svokallaðar ninjustjörnur, eru ólöglegar á Íslandi. Heimilt er þó að víkja frá banni ef stjarnan hefur söfnunargildi eða sérstakar ástæður mæla með eigninni.