Baskneskt íslenskt blendingsmál var tungumál sem talað var hér á landi á 17. og 18. öld á milli baskneskra hvalveiðimanna en einnig að einhverju leyti af Íslendingum sjálfum. Íslenskar heimildir um tungumálið koma frá Vestfjörðum þar sem hvalveiðimennirnir voru staðsettir. Pólverjinn Dawid Kubicki heldur uppi áhugamannasíðu um þessa útdauðu tungu sem er blanda af basknesku, spænsku, frönsku og þýsku. Íslenska kemur hvergi nærri. „Þetta byrjaði sem brandari en fólk er mjög áhugasamt um þetta.“ Tungan er að miklu leyti glötuð en meðal orða sem hafa varðveist eru balia (hvalur), cammisola (blússa) og fenchia (að stunda hjúskaparbrot).