fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Hún skellti sér í sturtu og skildi börnin tvö eftir eftirlitslaus – Hefði betur sleppt því

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. mars 2018 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa ekki komist í sturtu dögum saman eygði ástralski bloggarinn og tveggja barna móðirin Laura Mazza loksins tækifæri til að skella sér í sturtu. Hún skildi því ungu börnin sín tvö, Luca og Sofia, eftir eftirlitslaus í nokkrar mínútur á meðan hún naut þess að geta loksins skolað af sér í notalegri sturtunni. En þegar hún steig út af baðherberginu mætti henni hræðileg sjón.

Á Facebooksíðunni Mum On the Run sagði hún frá því sem gerðist.

„Það er nokkurn veginn útilokað að fá smá tíma fyrir sjálfa sig þegar maður er með lítil börn. Ef maður er hugrakkur og lætur sig hafa það þá er manni fljótt refsað.“

Skrifar hún og segir að hún hafi bara ætlað að fara í snögga sturtu og snyrta sig aðeins að því loknu en það reyndist henni dýrtkeypt.

„Ég hugsaði með mér að ég ætlaði að líta vel út í dag, fara í sturtu og setja andlitsfarða á mig án þess að hafa áhyggjur af hvað börnin gerðu á meðan. Á meðan fóru örvæntingarfullar og fáránlegar hugsanir í gegnum huga mér. Ég ímyndaði mér að lögreglan bankaði upp því börnin hefðu fundist nakin úti í vatni. En ég bægði þessum hugsunum frá mér. Ég varð að komast í sturtu til að losna við óþefinn af kúkableium af líkamanum.“

Þegar hún var búin í sturtunni fann hún enn kúkalykt. Hún heyrði einnig í börnunum fyrir utan baðherbergið.

„Ég sá þau bæði sitja á hnjám sér og hlæja að einhverju sem þau voru að maka á líkama hvors annars. Ó guð, láttu þetta vera súkkulaðisósu.“

Hugsaði hún að sögn með sér en vissi um leið mæta vel hvað það var sem börnin voru að smyrja á hvort annað.

Við hlið þeirra lá bleia.

„Ekki bara hvaða bleia sem er. Bleia full af martröð, maís og bláberjum. Þetta var eins og kúkaflóð. Sofi hafði losað sig við bleiuna og skreytt allt húsið með afurðum sínum og hún var stolt af þessu eins og samverkamaður hennar, bróðir hennar.“

Það var bara eitt til ráða, taka fram sápu og vatn og þvo kúkinn sem hafði verið makað á veggi, gólf og handriði. Víða var lófaför barnanna að finna á þessum „listaverkum“.

„Ælan kom 50 sinnum upp í munninn en eftir að hafa notað þrifaefni og særingar var húsið orðið eins og það á að sér að vera.“

Skrifaði hún og bætti við:

„Þetta er ástæðan fyrir að ég eyði ekki tíma í sjálfa mig. Þegar ég geri það enda ég með fangið fullt af skít. Nú hef ég lært mína lexíu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Aron Einar byrjaði í Meistaradeildinni – Verður hann í landsliðshópnum á miðvikudag?

Aron Einar byrjaði í Meistaradeildinni – Verður hann í landsliðshópnum á miðvikudag?
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Með nýrnabilun eftir að hafa borðað þrjá hamborgara

Með nýrnabilun eftir að hafa borðað þrjá hamborgara
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Brynjar segir áherslur framboðsflokka farnar að taka á sig mynd – „Þýðir ekki að vera einhver lurða að hætti fyrrverandi borgarstjóra“

Brynjar segir áherslur framboðsflokka farnar að taka á sig mynd – „Þýðir ekki að vera einhver lurða að hætti fyrrverandi borgarstjóra“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir United – Síðast þegar liðið skoraði svona lítið þá féll það úr deildinni

Áhyggjuefni fyrir United – Síðast þegar liðið skoraði svona lítið þá féll það úr deildinni
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“