fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025

Hættu við kaupin á fokdýru lúxushúsi eftir að skuggaleg fortíð þess kom upp á yfirborðið

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. mars 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar við festum kaup á nýrri íbúð, raðhúsi eða einbýlishúsi skiptir máli að okkur muni líða vel þar. Hjón ein í Arizona í Bandaríkjunum töldu sig hafa fundið draumaeignina þegar þau sáu glæsivillu auglýsta til sölu á 1,8 milljónir dala, 183 milljónir króna, í Paradise Valley.

Hjónin höfðu samband við fasteignasalann sem sýndi þeim húsið og er óhætt að segja að þeim hafi litist vel á. En síðan kom dálítið upp úr krafsinu sem fasteignasalinn hafði ekki fyrir að segja þeim frá.

Þannig er mál með vexti að í þessu húsi hafa hjónin Kevin og Sandra Otterson búið um nokkuð langa hríð. Starf hjónanna telst ekki beinlínis hefðbundið en þau eru klámmyndaleikarar sem hafa komið fram í ótal myndum saman. Reka þau nokkuð vinsæla vefsíðu, Wifey‘s World, og hafa upptökurnar yfirleitt farið fram í umræddu húsi – ekki bara í hjónaherberginu heldur í eldhúsinu og raunar um allt hús. Á umræddri síðu má finna upptökur og ljósmyndir úr húsinu.

Hjónin sem hugðust kaupa húsið, Linda Fein og eiginmaður hennar, komust að hinu sanna þegar fasteignasalinn sagði að hjónin sem ættu húsið störfuðu í „skemmtanabransanum“. Þá þegar höfðu Fein-hjónin gert tilboð í húsið en þau hættu snarlega við þegar þau komust að því við hvað hjónin störfuðu. Fein-hjónin eru ósátt við að fasteignasalinn skyldi ekki segja þeim frá því.

„Þegar um er að ræða svo dýra eign hefði ég haldið að það væri kurteisi að segja frá atriði eins og þessu,“ segir Linda við Arizona Republic og bætir við: „Ég á erfitt með að matreiða þakkargjörðarmáltíðina í eldhúsi þar sem klámstjarna hefur spókað sig.“

Sem fyrr segir hafa Kevin og Sandra gert það gott í klámbransanum, en þau hafa rekið umrædda síðu frá árinu 1998. Fylgjendur hjónanna á Twitter eru 367 þúsund.

Fasteignasalanum til varnar bar honum engin skylda til að segja frá starfi hjónanna eða hvaða starfsemi hefði farið fram í húsinu. Þeim ber ekki einu sinni skylda til að segja hugsanlegum kaupendum frá því ef sjálfsvíg eða morð hafa verið framin á heimilum.

En, sem fyrr segir hættu Fein-hjónin snarlega við tilboðið þegar þau komust að starfi Otterson-hjónanna. „Ég er ekki í nokkrum vafa að þarna úti sé fólk sem er alveg sama um sögu hússins. En ég er ekki ein af þeim,“ segir Linda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hættulegum efnum í umferð – Dauðsfall til rannsóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hættulegum efnum í umferð – Dauðsfall til rannsóknar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Snýr aftur til Bandaríkjanna

Snýr aftur til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar