1499 – Sýndarmennið Perkin Warbeck er hengt fyrir tilraun til flótta úr Tower of London. Warbeck hafði ráðist inn í England 1497 og gert kröfu til krúnunnar undir þeim formerkjum að hann væri týndur sonur Játvarðs IV. Englandskonungs.
1867 – Manchester-píslarvottarnir eru hengdir í Manchester á Englandi. Þeir höfðu orðið lögreglumanni að bana þegar þeir frelsuðu tvo írska þjóðernissinna úr varðhaldi.
1992 – Fyrsti snjallsíminn, IBM Simon, er kynntur til sögunnar á tölvusýningunni COMDEX í Las Vegas í Nevada í Bandaríkjunum.
1993 – Rachel Whiteread vinnur til tvennra verðlauna. Annars vegar var um að ræða Turner-verðlaunin sem besti nútímalistamaðurinn (20.000 sterlingspund) og hins vegar K Fundation-listaverðlaunin sem versti listamaður ársins (40.000 sterlingspund).
2005 – Ellen Johnson Sirleaf er kjörin forseti Afríku-ríkisins Líberíu og verður fyrst kvenna leiðtogi ríkis í þeirri heimsálfu.