1492 – Leiðangur Kristófers Kólumbus tekur land á Bahamaeyjum í Karíbahafi. Kristófer stóð í þeirri trú að hann væri kominn til Indíalanda.
1773 – Fyrsta geðsjúkrahæli Bandaríkjanna er opnað.
1810 – Oktoberfest er haldin í fyrsta skipti; Aðallinn í Bæjaralandi bauð almenningi München til hátíðarhalda vegna giftingar Loðvíks, krónprins af Bæjaralandi, og prinsessunnar Theresu von Sachsen-Hildburghausen.
1928 – Svonefnt járnlunga er notað í fyrsta skipti á barnaspítala í Boston í Bandaríkjunum.
1960 – Sjónvarpsáhorfendur í Japan sjá morðið á Inejiro Asanuma, leiðtoga Japanska sósíalistaflokksins, í beinni útsendingu.