1054 – Siward, jarl af Norðymbralandi, ræðst inn í Skotland og ber sigurorð af Makbeð Skotlandskonungi einhvers staðar norður af Forth-firði.
1794 – Maximilien Robespierre er handtekinn eftir að hafa stuðlað að og hvatt til aftakna á yfir 17.000 „óvinum [frönsku] byltingarinnar“.
1890 – Listmálarinn Vincent van Gogh skýtur sjálfan sig, hann dó tveimur dögum síðar.
1940 – Kalli kanína, Bugs Bunny, er kynntur til sögunnar í stuttteiknimyndinni A Wild Hare.
2002 – Mesta slys í sögu flugsýninga á sér stað í Lviv í Úkraínu þegar orrustuflugvél af gerðinni Sukhoi Su-27 hrapar. Slysið kostar 77 mannslíf auk þess sem yfir 500 manns slasast.