1310 – 54 musterisriddarar eru brenndir á báli fyrir trúvillu í Frakklandi.
1867 – Luxemborg öðlast sjálfstæði.
1949 – Siam breytir opinberlega nafni sínu í Taíland, í annað skipti. Taíland hafði verið heiti landsins frá 1939, en breytt í Siam árið 1945.
1985 – 56 áhorfendur missa lífið og yfir 200 slasast í eldsvoða á Valley Parade-knattspyrnuvellinum í Bradford þar sem heimamenn öttu kappi við Lincoln City.
1996 – Á einum degi farast átta manns í tilraun til að komast á topp Everest-fjalls.