1796 – Napóleón Bonaperte kvænist fyrstu eiginkonu sinni, Joséphine de Beauharnais. Um var að ræða annað hjónaband Joséphine en eiginmaður hennar, Alexander, var gerður höfðinu styttri í frönsku byltingunni. Joséphine tókst ekki að verða barnshafandi og það hugnaðist Napóleón ekki og hann skildi við hana árið 1810.
1841 – Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar í máli varðandi spánsku skonnortuna Amistad. Skonnortan hafði verið við strendur Kúbu, drekkhlaðin þrælum frá Síerra Leóne, þegar þrælarnir tóku ráðin í eigin hendur og yfirbuguðu áhöfnina. úrskurður Hæstaréttar var að þrælarnir hefðu verið í fullum rétti, sem frjálsir menn, til að grípa til aðgerða.
1908 – Knattspyrnufélagið Inter Milan er stofnað í kjölfar klofnings innan Krikket- og knattspyrnuklúbbs Mílanó.
1959 – Barbie-dúkkan kemur fyrst fyrir almenningssjónir á alþjóðlegri leikfangasýningu í New York-borg.
2011 – Geimskutlan Discovery kemur inn til lendingar í síðasta skipti, eftir 39 ferðir út í geim.
Síðustu orðin – segir sagan
„Látið mig fá skothelt vesti.“ – Morðinginn James W. Rodgers fyrir framan aftökusveit í Utah í Bandaríkjunum, aðspurður hvort hann ætti einhverja síðustu ósk. – 30. mars 1960.