1561 – Spánski landvinningamaðurinn Pedro del Castillo stofnar borgina Mendoza í Argentínu. Borgin er í dag höfuðborg samnefnds héraðs.
1797 – Englandsbanki gefur út fyrstu eins punds og tveggja punda seðlana.
1969 – Fyrsta tilraunaflug á Concorde-þotu fer fram í Toulouse í Frakklandi. Concorde-þotan var samvinnuverkefni Breta og Frakka og söng sinn svanasöng í slysi í flugtaki á Charles de Gaulle-flugvellinum í París, 25 júlí. árið 2000. Áfangastaðurinn var New York-borg. Allir farþegar, 100 að tölu, og níu manna áhöfn létu lífið. Að auki létust fjórir á jörðu niðri.
1983 – Fyrstu geislaspilararnir og -diskarnir koma á markað í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Fram til þessa dags hafði þessi nýjung einungis verið fáanleg í Japan.
1990 – Nelson Mandela er kjörinn í embætti aðstoðarformanns Afríska þjóðarráðsins. Þann 11. febrúar hafði Mandela verið sleppt úr Victor verster-fangelsinu þar sme hann hafði verið í prísund síðan 1988. Þar áður hafði hann verið fangi í Pollsmoor-fangelsi og Robben Island-fangelsinu – í samtals 27 ár.