apríl árið 2011 voru Artyom Alexandrovich Anoufriev og Nikita Vakhtangovich Lytkin frá Irkutsk handteknir í tengslum við sex morð í Akademgorodok. Við morðin, sem framin voru frá desember 2010 til apríl 2011, beittu þeir kylfu og hnífum, en fórnarlömbin virtust valin af handahófi. Á meðal fórnalambanna voru 12 ára drengur og tveir heimilislausir einstaklingar. Kumpánarnir, báðir rúmlega tvítugir, fengu lífstíðardóm í apríl 2013.