fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Hún skellti sér í sturtu og skildi börnin tvö eftir eftirlitslaus – Hefði betur sleppt því

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. mars 2018 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa ekki komist í sturtu dögum saman eygði ástralski bloggarinn og tveggja barna móðirin Laura Mazza loksins tækifæri til að skella sér í sturtu. Hún skildi því ungu börnin sín tvö, Luca og Sofia, eftir eftirlitslaus í nokkrar mínútur á meðan hún naut þess að geta loksins skolað af sér í notalegri sturtunni. En þegar hún steig út af baðherberginu mætti henni hræðileg sjón.

Á Facebooksíðunni Mum On the Run sagði hún frá því sem gerðist.

„Það er nokkurn veginn útilokað að fá smá tíma fyrir sjálfa sig þegar maður er með lítil börn. Ef maður er hugrakkur og lætur sig hafa það þá er manni fljótt refsað.“

Skrifar hún og segir að hún hafi bara ætlað að fara í snögga sturtu og snyrta sig aðeins að því loknu en það reyndist henni dýrtkeypt.

„Ég hugsaði með mér að ég ætlaði að líta vel út í dag, fara í sturtu og setja andlitsfarða á mig án þess að hafa áhyggjur af hvað börnin gerðu á meðan. Á meðan fóru örvæntingarfullar og fáránlegar hugsanir í gegnum huga mér. Ég ímyndaði mér að lögreglan bankaði upp því börnin hefðu fundist nakin úti í vatni. En ég bægði þessum hugsunum frá mér. Ég varð að komast í sturtu til að losna við óþefinn af kúkableium af líkamanum.“

Þegar hún var búin í sturtunni fann hún enn kúkalykt. Hún heyrði einnig í börnunum fyrir utan baðherbergið.

„Ég sá þau bæði sitja á hnjám sér og hlæja að einhverju sem þau voru að maka á líkama hvors annars. Ó guð, láttu þetta vera súkkulaðisósu.“

Hugsaði hún að sögn með sér en vissi um leið mæta vel hvað það var sem börnin voru að smyrja á hvort annað.

Við hlið þeirra lá bleia.

„Ekki bara hvaða bleia sem er. Bleia full af martröð, maís og bláberjum. Þetta var eins og kúkaflóð. Sofi hafði losað sig við bleiuna og skreytt allt húsið með afurðum sínum og hún var stolt af þessu eins og samverkamaður hennar, bróðir hennar.“

Það var bara eitt til ráða, taka fram sápu og vatn og þvo kúkinn sem hafði verið makað á veggi, gólf og handriði. Víða var lófaför barnanna að finna á þessum „listaverkum“.

„Ælan kom 50 sinnum upp í munninn en eftir að hafa notað þrifaefni og særingar var húsið orðið eins og það á að sér að vera.“

Skrifaði hún og bætti við:

„Þetta er ástæðan fyrir að ég eyði ekki tíma í sjálfa mig. Þegar ég geri það enda ég með fangið fullt af skít. Nú hef ég lært mína lexíu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nistelrooy kemur vel fyrir og vilja reyna að halda honum

Nistelrooy kemur vel fyrir og vilja reyna að halda honum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arsenal til í að losna við Trossard og fá inn leikmann frá West Ham

Arsenal til í að losna við Trossard og fá inn leikmann frá West Ham
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

„Jólin eru ekki komin fyrr en ég fæ karamellutússuna mína“ – Skilur þú hvað Jógvan er að segja?

„Jólin eru ekki komin fyrr en ég fæ karamellutússuna mína“ – Skilur þú hvað Jógvan er að segja?