fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Írsk verslun girðir víndeildina af með klósettrúllum

Ansi snjallt úrræði til að halda ólmum viðskiptavinum frá veigunum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. apríl 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Írlandi er öllum búðum og börum óheimilt samkvæmt lögum að selja áfengi á föstudaginn langa.

Venjulega þurfa búðir ekki að gera neinar sérstakar ráðstafanir vegna þessa, þær einfaldlega selja engar veigar þennan dag.

En stjórnendur stórmarkaðarins SuperValu kenndi greinilega í brjósti um bjórþyrsta viðskiptavini sína og greip til þess ráðs að girða af alla áfengisdeild verslunarinnar – með klósettpappír! Vefurinn Irish Mirror greinir frá.

Já, klósettpappír! Í versluninni gat að líta heilu virkisveggina samsetta úr uppstöfluðum pökkum af klósettpappírsrúllum. Úrræðið hefur vakið þónokkra athygli meðal almennings, sem deilir ákaft myndum af virkinu á Twitter.

Veggurinn vakti mikla lukku viðstaddra.
Virkisveggur Veggurinn vakti mikla lukku viðstaddra.

Íra sem langaði að fá sér í glas fengu ekki annað séð enn heilu staflana af klósettpappír á föstudaginn langa!
Ekkert sést Íra sem langaði að fá sér í glas fengu ekki annað séð enn heilu staflana af klósettpappír á föstudaginn langa!

Víst er að veggurinn er nógu hár til að áfengissnauðir Írar þurfi ekki að horfa upp á freistingarnar. En sennilega var ekki talið nóg að byrgja viðskiptavinum sýn, ætla mætti að verslunin hafi pælt í fleiru við valið á byggingarefni.

Viðskiptavinir geta auðvitað hæglega gripið sér rúllu og þerrað tárin – séu þeir sárir yfir áfengissveltinu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Andri framlengir í Garðabæ

Andri framlengir í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vonast til að fréttirnar af Guardiola og 17,5 milljarður sannfæri Haaland

Vonast til að fréttirnar af Guardiola og 17,5 milljarður sannfæri Haaland
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“