Erin Dietrich á von á barni og brá á leik
Þann 24.febrúar hóf dýragarðurinn Animal Adventure Park í New York-borg beina útsendingu frá hólfi gíraffans April sem átti að fæða kálf hvað úr hverju. Um stóra stund í sögu dýragarðsins var að ræða þar sem kálfurinn átti að verða sá fyrsti sem fæddist þar. Viðbrögðin voru líka gríðarleg því yfir 20 milljónir einstaklinga hafa heimsótt útsendinguna. Það er aðeins eitt vandamál. Ekkert hefur gerst í tvær vikur og núna bendir margt til þess að starfsmenn dýragarðarins hafi gert mistök varðandi tímasetningu getnaðarins. Spenntir áhugamenn um innilokaða gíraffa gætu því þurft að bíða eitthvað áfram.
En Erin Dietrich frá Suður-Karólína greip þennan bolta á lofti og gjörsigraði internetið í leiðinni. Erin, sem á von á barni, setti upp vefmyndavél í svefnherberginu sínu og skellti á sig forlátri gíraffagrímu. Síðan rölti hún um herbergið, gerði leikfimisæfingar og ruggaði sér í stól svo eitthvað sé nefnt. Hún setti síðan um 7 mínútna langt myndband Á tólf klukkustundum horfðu 5,2 milljónir manna á tilþrif Dietrich og haldi þær tölur áfram þá má ekki á milli sjá hvor verði vinsælli, Erin eða April.