fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025

Ljótasti hrekkur ársins

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. desember 2017 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Howell, fjölskyldufaðir í Bynea í Wales, hélt að henni hefði dottið í lukkupottinn á jóladag þegar skafmiði gaf til kynna að hann væri orðinn 50 þúsund pundum, rúmum sjö milljónum króna, ríkari.

Howell-fjölskyldan hefur haft þá venju að kaupa skafmiða fyrir hver jól og á jóladag sest fjölskyldan niður og freistar gæfunnar. Howell settist niður og má segja að hann hafi gjörsamlega misst stjórn á sér þegar hann áttaði sig á því að hann hefði unnið. Hann hljóp um íbúðina, brosandi og hlæjandi enda taldi hann sig hafa dottið í lukkupottinn. En ekki var allt sem sýnist.

Tengdasonur hans ákvað að hrekkja Howell. Hann átti við miðann áður en lét Howell fá hann. Herlegheitin tók hann svo upp á myndband. Vonbrigðin leyndu sér ekki þegar hann komst að hinu sanna í málinu.

„Hann tók þessu ágætlega. Við erum vön því að hrekkja hvert annað og hann er mjög auðvelt skotmark,“ segir eiginkona Howells, Christine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur að Arteta sé að horfa á annað lið en Real Madrid

Telur að Arteta sé að horfa á annað lið en Real Madrid
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur Ingi velur hóp til æfinga

Ólafur Ingi velur hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta