Andrew Howell, fjölskyldufaðir í Bynea í Wales, hélt að henni hefði dottið í lukkupottinn á jóladag þegar skafmiði gaf til kynna að hann væri orðinn 50 þúsund pundum, rúmum sjö milljónum króna, ríkari.
Howell-fjölskyldan hefur haft þá venju að kaupa skafmiða fyrir hver jól og á jóladag sest fjölskyldan niður og freistar gæfunnar. Howell settist niður og má segja að hann hafi gjörsamlega misst stjórn á sér þegar hann áttaði sig á því að hann hefði unnið. Hann hljóp um íbúðina, brosandi og hlæjandi enda taldi hann sig hafa dottið í lukkupottinn. En ekki var allt sem sýnist.
Tengdasonur hans ákvað að hrekkja Howell. Hann átti við miðann áður en lét Howell fá hann. Herlegheitin tók hann svo upp á myndband. Vonbrigðin leyndu sér ekki þegar hann komst að hinu sanna í málinu.
„Hann tók þessu ágætlega. Við erum vön því að hrekkja hvert annað og hann er mjög auðvelt skotmark,“ segir eiginkona Howells, Christine.