Gleypti flugu í miðju viðtali
Býsna óvenjulegt atvik átti sér stað á dögunum þegar Luis Guillermo Solis Rivera, forseti Kosta Ríka, ræddi við fjölmiðlamenn.
Skyndilega birtist fluga, lítil vesputegund að sögn þarlendra fjölmiðla, fyrir andliti Luis. Eitthvað í munni forsetans virtist hafa vakið áhuga hennar því hún flaug upp í munn hans. Luis var fljótur að gleypa fluguna og er óhætt að segja að atvikið hafi vakið kátínu margra.
„Þú sérð þetta ekki á hverjum degi – þeir munu senda þetta til CNN,“ sagði forsetinn og bætti við að hann hefði borðað fluguna. Hann bætti svo við að skaðinn yrði líklega enginn enda hafi verið um að ræða hreint prótín.
Myndbandið skemmtilega má sjá hér að neðan: