Sjáðu viðbrögðin hjá mömmunni þegar hún áttar sig því sem gerðist
Kostulegt atvik átti sér stað í beinni útsendingu Breska ríkissjónvarpsins, BBC, í morgun þegar verið var að ræða við prófessorinn Robert Kelly um ástandið í Suður-Kóreu.
Kelly, sem er sérfræðingur í málefnum austur Asíu, var þar að ræða þá stöðu sem upp er komin eftir að Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu, var neydd til að segja af sér vegna meintrar spillingar.
Myndband af viðtalinu hefur farið sem eldur í sinu um netheima í dag. Kelly hafði lokað sig inni á skrifstofu til að ræða við þáttastjórnanda BBC í beinni útsendingu í gegnum netið þegar börn hans ákveða að kíkja í heimsókn.
Viðbrögð mömmunnar, þykja sérstaklega eftirtektarverð.