fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025

Fimm furðulegar staðreyndir um Elísabetu II Bretlandsdrottningu

Elsísabet II Bretadrottning má keyra án ökuskírteinis og sendir svani í læknisskoðun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil forréttindi fylgja því að vera drottning Bretlands. Elísabet II hefur í ýmsu að snúast og hefur yfirráð yfir ýmsum málaflokkum sem tengjast krúnunni með óbeinum hætti. Hér eru fimm furðulegar staðreyndir um forréttindi Elísabetar II Bretadrottningnar:

Keyrir án ökuskírteinis

Drottningin brunaði um með Sádi-konunginn.
Land Rover Drottningin brunaði um með Sádi-konunginn.

Á Bretlandi er Elísabet II sú eina sem má löglega keyra án ökuskírteinis. The Independent greinir frá því að hún hafi víða um heim vakið lukku fyrir ökukænsku sína. Árið 1998 tók hún til að mynda sádi-arabíska prinsinn á rúntinn um skoska sveitavegi. Prinsinn Abdullah, sem nú er orðinn konungur, var óvanur því að sjá konur keyra og var heldur skelkaður þegar drottningin settist í bílstjórasætið og ók Land Rovernum geyst af stað á meðan hún talaði allan tímann. Með hjálp túlksins síns grátbað hann drottninguna að hægja á ferðinni og einbeita sér að akstrinum.

Á alla höfrunga við Bretlandseyjar og svani á Thames

Þeir fá reglulega læknisskoðun.
Á alla svani á Thames Þeir fá reglulega læknisskoðun.

Mynd: Mynd: DV

Samkvæmt The Independent hefur krúnan yfirráð yfir öllum hvölum og höfrungum sem synda við strendur Bretlands. Allir hvalir og höfrungar sem veiddir eru innan 5 km frá ströndum Bretlands eru lögum samkvæmt í eigum krúnunnar. Auk þess á hún alla svani sem synda á ánni Thames. Allir svanirnir fara reglulega í læknisskoðun og hefur hver og einn sitt eigið auðkennisnúmer.

Elísabet á tvo afmælisdaga

Fagnar afmæli sínu tvisvar á ári.
Frá níræðisafmæli Elísabetar II Fagnar afmæli sínu tvisvar á ári.

Mynd: EPA

Eins og alvöru drottningu sæmir á Elísabet tvo afmælisdaga. Hinn opinberi afmælisdagur fer fram með veisluhöldum almennings á laugardegi í júní þótt hennar raunverulega afmæli sé 21. apríl. Á opinberum afmælisdegi hennar fagnar hún með fjölskyldu sinni á sama tíma og þjóðin gengur í skrúðgöngu frá Buckingham Palace.

Drottningin getur rekið alla í ríkisstjórn Ástralíu

Getur rekið ríkisstjórnina í heild sinni.
Drottning Ástralíu Getur rekið ríkisstjórnina í heild sinni.

Mynd: AP

Þar sem Bretadrottning er formlega drottning í Ástralíu hefur hún ákveðið vald yfir ríkisstjórninni. Hún hefur vald til að reka alla lýðræðislega kjörna einstaklinga sem sitja í ríkisstjórn. Þó svo að tilgangur drottningarinnar sé einkum hugmyndafræðilegur hefur hún þó það vald í Ástralíu auk annarra ríkja sem eru fyrrum nýlendur Bretlands á borð við Bahamas og Belize.

Getur prentað peninga til einkanota

Geta prentað að vild.
Aldrei skortur á peningum Geta prentað að vild.

Mynd: 2008 Getty Images

Konungsfjölskyldan þarf aldrei að hafa áhyggjur af peningum. Fyrir utan fjölskylduauð og laun frá ríkinu hefur konungsfjölskyldan aðgang að vél sem prentar fyrir þau peninga til einkanota. Í kjallara Buckingham-hallar hefur einn virtasti banki Englands, Coutts, komið fyrir peningaprentara fyrir fjölskylduna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Elskaði Liverpool í æsku en segir það skipta engu máli í dag – ,,Hefur nákvæmlega engin áhrif“

Elskaði Liverpool í æsku en segir það skipta engu máli í dag – ,,Hefur nákvæmlega engin áhrif“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Flestir telja sig vita við hvaða lið Vardy er að semja

Flestir telja sig vita við hvaða lið Vardy er að semja
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skorar á fyrrum óvin sinn að mæta sér í hringnum: Fyrsti bardaginn er eftir mánuð – ,,Hann má bíta mig“

Skorar á fyrrum óvin sinn að mæta sér í hringnum: Fyrsti bardaginn er eftir mánuð – ,,Hann má bíta mig“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir