fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025

„Já, ég skildi gervipíkuna eftir í Góða hirðinum“

Píkan rædd á starfsmannafundi verslunarinnar í morgun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. september 2016 21:00

Píkan rædd á starfsmannafundi verslunarinnar í morgun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervipíkan, sem DV sagði frá í gær og var til til sölu í versluninni Góða hirðinum, var rædd á starfsmannafundi verslunarinnar í morgun. Þetta segir starfsmaður í samtali við DV. Enginn kannaðist við að hafa verðmerkt píkuna enda eru kynlífshjálpartæki ekki seld í búðinni, sem selur notaða húsmuni á mjög niðursettu verði.

Frétt gærdagsins vakti mikla athygli, en kveikjan af henni má rekja til mynda af píkunni, sem DV barst í pósti. Píkan, sem var mjög skítug, var verðmerkt og kostaði 1.500 krónur. Þegar DV hringdi í Góða hirðinn í gær kom í ljós að hún var enn í versluninni. „Guð minn góður, hún er enn hérna,“ sagði starfsmaðurinn við DV og tók hlutinn úr sölu.

Hélt þetta væri vasaljós

Eftir að fréttin fór á flug í gærkvöldi barst DV ábending frá notanda á Facebook sem kemur ekki fram undir fullu nafni. Ábendingin hófst á þessum orðum: „Já, ég skildi gervipíkuna eftir í Góða hirðinum“.

Maðurinn kveðst fyrir tveimur vikum hafa verið ásamt kærustu sinni í strætóskýli á Reykjavíkurvegi. Honum hafi orðið mál svo hann kastaði af sér vatni í runna aftan við skýlið. Á meðan þvaglátinu stóð hafi hann rekið augun í torkennilegan hluta sem vafinn var inn í Bónuspoka. „Ég hélt fyrst að það væri vasaljós en það var samt allt of létt,“ segir hann í orðsendingu til DV. „Ég tók á því en fannst það krípí mjúkt.“

Þau kærastan hlóu að fundinum, þegar upp fyrir þeim rann hvers eðlis var. Í pokanum voru einnig, að sögn mannsins, Calvin Klein nærbuxur – hreinar. Hann fleygði þeim en hélt eftir gervipíkunni, til gamans.

Miði af lampaskermi

Í gær fóru þau kærastan í Góða hirðinn – og höfðu í hyggju að hrekkja grandalausa viðskiptavini. Úr varð að parið tók verðmiða, sem reyndist vera laus, af lampaskermi. Lampinn kostaði 1.500 krónur. „Það er gott að ná miðum af lampaskermi svo ég setti hann á píkuna og tók mynd,“ segir maðurinn í bréfinu. Myndirnar sem DV fékk voru þó frá öðrum ótengdum aðila.

Hann segist hafa fylgst með í fimm til sex mínútur og skemmt sér konunglega þegar viðskiptavinur tók upp hlutinn og skoðaið. Svo héldu þau sína leið, eftir að hafa keypt það sem þau vantaði.

DV hefur ekki tekist að staðfesta frásögn mannsins. Hann hefur raunverulegan prófíl á Facebook en notast þó við gælunafn.

Eftirlitsmyndavélar

DV bar frásögnina undir starfsmann Góða hirðisins sem sagði að starfsmenn hefðu grunað að svona væri í pottinn búinn. Aðspurður sagði starfsmaðurinn algengt að lampar séu verðlagðir á 1.500 krónur. Það rennir stoðum undir frásögnina, sem DV hefur sem fyrr segir ekki fengið staðfesta.

Nokkrar eftirlitsmyndavélar eru í Góða hirðinum en starfsmaðurinn segir í samtali við DV að fyrst nákvæm tímasetning liggi ekki fyrir, væri of mikil vinna að leita að atvikinu.

Það kann því að vera að málið teljist upplýst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hættulegum efnum í umferð – Dauðsfall til rannsóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hættulegum efnum í umferð – Dauðsfall til rannsóknar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Snýr aftur til Bandaríkjanna

Snýr aftur til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar