Formaður Sjálfstæðisflokksins annas hugar á kosningavöku
RÚV flutti í gærkvöldi frétt af slæmum árangri kvenna í prófkjörum stjórnmálaflokkanna. Á meðal myndefnis sem spilað var undir fréttinni, sem flutt var bæði í sjöfréttum og seinnifréttum, var myndbrot af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins. Á myndbrotinu stendur hópurinn þétt saman á meðan talning atkvæða er kunngjörð – allir nema einn.
Bjarni Benediktsson formaður virðist á myndbrotinu annars hugar, enda liggur fyrir að hann nýtur yfirburðafylgis í flokk sínum. Á myndbrotinu má sjá þar sem klýfur sig frá hópnum og beinir athygli sinni að íslenska fánanum, sem blaktir við hún í herberginu. Hann teigir höndina að fánanum og virðist eiga eitthvað við hann, áður en hann stígur til baka, íbygginn á svip – eins og hann hafi séð eitthvað.
Spurningin sem allir sjónvarpsáhorfendur hljóta að spyrja sig er þessi: Hvað sá Bjarni?