Fær hann sér bílpróf?
Margir hafa eflaust vel því fyrir sér hvert framhaldið verði hjá Barack Obama, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, þegar nýr forseti tekur við stjórnartaumunum í lok ársins.
Síðastliðið laugardagskvöld hélt forsetinn ræðu, þar sem hann velti því sjálfur fyrir sér hvað myndi taka við hjá honum þegar hann yfirgefur Hvíta húsið.
Í myndbandinu fer hann og hittir Joe Biden, varaforseta. Segir hann við Biden að hann geti nú ekki spilað golf alla daga, svo Biden stingur upp á því við hann að nú sé kominn tími á að fá sér bílpróf eða að skella sér í sjálfboðaliðastarf hjá íþróttafélagi.
Síðar í myndbandinu má sjá Obama taka upp Snapchat myndband á síma eiginkonu sinnar, Michelle, og útkoman er vægast sagt kostuleg.
Forsetinn fráfarandi ákveður að lokum að spjalla við John Boehner, forseta fulltrúadeildar þingsins, sem sýnir honum hvað Obama geti loksins gert þegar skrifstofan hefur verið yfirgefin. Nú hafi hann jafnvel tíma til að vera hann sjálfur.
Sjáðu myndbandið: