fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025

Rænulaus í tívolítæki: Reyndi að hughreysta kærustuna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. nóvember 2016 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki fyrir alla að fara í tívolí. Í skemmtigarði einum í Flórída er tæki sem er reyndar að finna víðar. Það kallast Slingshot eða teygjubyssa, og skýtur fólki upp um einhverjar 28 hæðir á örskotsstundu.

Á Facebook-síðu skemmtigarðarins er að finna mörg myndbönd af fólki sem fer í tækið. Eitt hefur þó vakið meiri athygli en annað. Myndbandið var sett inn 23. október og sýnir parið Austin og Mackenzie, sem DV kann ekki frekari deili á, skella sér í salíbunu.

Óhætt er að segja að skotið reynist Austin um megn. Hann missir meðvitund ítrekað en verður þó ekki meint af. Á leiðinni niður rankar hann loks við sér og spyr kærustuna – sem hafði skemmt sér konunglega – hughreistandi hvort nokkuð amaði að henni. „Þetta var nú allt og sumt,“ segir hann svo af yfirvegun, nývaknaður úr rotinu. Um fjórar milljónir manna hafa skemmt sér konunglega yfir myndbandinu síðustu daga.

Það má kannski taka fram að Austin er ekki eini maðurinn sem missir meðvitund í tækinu. Hér er myndband af nokkrum ofurhugum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hættulegum efnum í umferð – Dauðsfall til rannsóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hættulegum efnum í umferð – Dauðsfall til rannsóknar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Snýr aftur til Bandaríkjanna

Snýr aftur til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar