„Það er þessi dagur,“ ritar Kristinn Hrafnsson rannsóknarblaðamaður og talsmaður uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks. um leið deilir hann skjáskoti af facebooksilaboðum þar sem glögglega má sjá að rangur misskilningur er á ferð.
Kristinn hefur í þrígang hlotið blaðamannaverðlaun ársins fyrir störf sín. Þá hefur hann jafnframt sjálfur verið áberandi í fjölmiðlum í tengslum við störf sín fyrir Wikileaks síðuna.
Eitthvað virðist það þó hafa farið fram hjá ónefndum netverja sem ruglar Wikileaks síðunni saman við alfræðiritið Wikipedia og sendir Kristni fyrirspurn þess efnis, sem vitanlega neitar því að starfa fyrir hið þekkta alfræðirit.
Þá kveðst Kristinn ekki vera stærðfræðingur, aðspurður um hvers vegna hann ljái ekki Wikipedia starfskrafta sína.