Næstum 12 milljónir manna hafa á tveimur dögum horft á myndband á Youtube þar sem nokkur af þekkstustu töfrabrögðum sögunnar eru afhjúpuð. Á meðal töfrabragða sem tekin eru fyrir eru brögð þar sem töframenn draga kanínu úr hatti eða ganga á vatni.
„Galdurinn við sjónhverfingar er að fólk vill láta blekkjast,“ segir við myndbandið á Youtube. Útilokað sé að saga fólk í sundur og líma saman aftur. „Þrátt fyrir það brosum við barnslega og gefum töframanninum gott klapp“.
Myndbandið sýnir hvernig nokkur af þekktustu töfrabrögðum heims eru unnin. Þeir sem vilja ekki vita hvernig þau eru framkvæmd ættu að sjálfsögðu ekki að spila myndbandið hér fyrir neðan.