fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024

Sláandi myndir af neytendum metamfetamíns

Lyfið er stundum kallað hættulegasta eiturlyf í heimi

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2016 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neysla á metamfetamíni hefur farið vaxandi á undanförnum árum og er ástæðan meðal annars sú að lyfið er ódýrara og öflugra en mörg önnur fíkniefni. En skaðsemi metamfetamíns – eins og annarra fíkniefna – getur verið mikil eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Myndirnar voru fyrst birtar á vefnum Rehabs.com, en þar geta neytendur og aðstandendur leitað upplýsinga um meðferðarúrræði fyrir þá sem eru háðir eiturlyfjum. Breska blaðið Mirror fjallar um þetta á vef sínum í dag.

Að því er fram kemur á vefnum sýna myndirnar einstaklinga sem allir hafa orðið háðir metamfetamíni. Flestar myndirnar eru teknar með eins til tveggja ára millibili.

Hér má sjá mann sem varð háður metamfetamíni. Myndin til hægri er tekin eftir sex ára neyslu.
Sex ár á milli Hér má sjá mann sem varð háður metamfetamíni. Myndin til hægri er tekin eftir sex ára neyslu.

Lyfið er stundum kallað hættulegasta eiturlyf heims og það ekki að ástæðulausu. Lyfið getur valdið ofskynjunum og farið illa með húð fólks sem stundum heldur að pöddur séu undir húðinni. Þá dregur metamfetamín úr matarlyst sem gerir það að verkum að fíklar eiga það til að léttast óhóflega mikið. Loks má geta þess að tannheilsa metamfetamínfíkla er oft mjög slæm. Æðar þrengjast, glerungur tannanna eyðist vegna skaðlegra efna í eiturlyfinu og munnvatnsframleiðsla minnkar. Allt þetta hefur sín áhrif á tennurnar og heilsu fólks.

Lyfið er mjög ávanabindandi en það er til dæmis hægt að reykja eða sprauta í líkamann. Fráhvarfseinkenni geta verið alvarleg en mörg dæmi eru þó til um metamfetamínfíkla sem hafa snúið blaðinu við. Á vef Rehabs.com kemur fram að metamfetamínneysla sé einn helsti heilsufarsvandi sem Miðríki Bandaríkjanna glíma við um þessar mundir.

Í tölum sem birtar voru árið 2009 kom fram að 1,2 milljónir Bandaríkjamanna, tólf ára og eldri, höfðu neytt metamfetamíns á síðustu tólf mánuðum. Ætla má að sá fjöldi fari vaxandi miðað við vinsældir eiturlyfsins. Eru myndirnar birtar í forvarnarskyni, að því er fram kemur á vef Rehabs.

Þetta er sama konan. Myndin til vinstri er tekin þegar hún er 21 árs en myndin til hægri sýnir sömu konu þegar hún er 29 ára.
Skaðlegt Þetta er sama konan. Myndin til vinstri er tekin þegar hún er 21 árs en myndin til hægri sýnir sömu konu þegar hún er 29 ára.
Á myndinni til vinstri er konan 29 ára en á myndinni til hægri sést sama kona tveimur árum síðar.
Tvö ár á milli Á myndinni til vinstri er konan 29 ára en á myndinni til hægri sést sama kona tveimur árum síðar.
Ellefu ár eru á milli þessara mynda. Metamfetamín getur haft mjög slæm áhrif á heilsu fólks eins og myndin ber með sér.
Ellefu ár á milli Ellefu ár eru á milli þessara mynda. Metamfetamín getur haft mjög slæm áhrif á heilsu fólks eins og myndin ber með sér.
Hér sést metamfemínfíkill. Á myndinni til vinstri er maðurinn 45 ára en á þeirri til hægri er hann 54 ára.
Sláandi munur Hér sést metamfemínfíkill. Á myndinni til vinstri er maðurinn 45 ára en á þeirri til hægri er hann 54 ára.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pettersen til Eyja?

Pettersen til Eyja?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir hann vera fullkominn leikmann fyrir Arsenal – ,,Skil ekki af hverju hann er þar“

Segir hann vera fullkominn leikmann fyrir Arsenal – ,,Skil ekki af hverju hann er þar“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Alþingiskosningar: Ekki í lagi að kostnaður við útlendingamál hafi farið úr þremur milljörðum í 20 á nokkrum árum

Alþingiskosningar: Ekki í lagi að kostnaður við útlendingamál hafi farið úr þremur milljörðum í 20 á nokkrum árum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi Mikael og Kristján dæma hjá Frakklandi

Helgi Mikael og Kristján dæma hjá Frakklandi
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Ótrúlegt spillingarmál skekur spænsku lögregluna – Fundu milljarða á heimili yfirmannsins

Ótrúlegt spillingarmál skekur spænsku lögregluna – Fundu milljarða á heimili yfirmannsins