Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mætti Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokksins, í Kastljósi í vikunni til þess að ræða þriðja orkupakkann. Lenti Guðlaugur upp við vegg þegar rætt var um valdaframsal og beitti þá gamalkunnu bragði; að vaða í þáttarstjórnandann sem að þessu sinni var Einar Þorsteinsson.
Til umræðu var álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors um orkupakkann og valdaframsal til ESA. Í stað þess að svara spurningu með yfirvegun brást Guðlaugur illa við og vændi þáttarstjórnanda um að hafa ekki kynnt sér málið. Veikti hann þar með málstað sinn og Miðflokksmaðurinn gekk frá viðtalinu sem hinn yfirvegaði af þeim tveimur.