fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Leiðari

Ástandið í Bandaríkjunum er gömul saga og ný – Í miðju dauðsfallanna og umhyggjuleysisins snýst bros­andi maður í hringi.

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 8. janúar 2021 22:00

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari DV birtist í helgarblaði dagsins í dag 08.01.2021

Fréttirnar af stjórnleysi og sturlun í Bandaríkjunum hafa enn á ný minnt á hversu stuttur vegarkafli liggur frá jafnvægi yfir í stjórnleysi. Ótrúlegt ástand en samt svo fyrirsjáanlegt þegar horft er til gegndarlausrar persónudýrkunar á vanhæfum forseta þar í landi.

Síðastliðið ár hefur einkennst af mikilli þörf fyrir stjórnun og reglur sem skerða einstaklingsfrelsið. Það hefur sýnt sig að það þarf að hafa vit fyrir fólki. Bretland er annað land sem stjórnleysi hefur leikið grátt síðustu mánuði en þó á annan hátt. Þar voru sett boð og bönn en eftir þeim er ekki farið af mikilli dyggð. Íslenskur viðmælandi DV í Bretlandi segist upplifa að Bretar hafi misst trúna á stjórn­völdum sem gripu seint og illa inn í faraldurinn. Í Bretlandi hafa yfir 77.000 manns látist úr COVID­19 – þar af yfir 1.000 manns í gær, fimmtudag. Landið hefur farið verst allra í Evrópu út úr faraldrinum þrátt fyrir að hafa í upphafi alla burði til að takast á við yfirvofandi veirustríð.

Bandaríkin hafa að sama skapi farið ákaflega illa út úr faraldr­inum og þar eru flest dauðsföll í heiminum. Í miðju dauðsfallanna og umhyggjuleysisins snýst bros­andi maður í hringi. Hann heldur á síma sem hann sendir skipanir úr eins og í tölvuleik og virkjar alls konar fólk – með alls konar bresti.

Bang – allt sem þú lest er lygi – bang – gerðu eins og ég segi þér – bang – annars rek ég þig – bang – COVID­19 er bull – bang – ég hætti aldrei!

Það er fyrir löngu orðið ljóst að maðurinn á toppi sirkustjaldsins gengur ekki heill til skógar. Hvort sem það er illska, fáfræði eða andlegir brestir – eða allt þetta í einum hræri­graut sem knýr hann áfram í tortímingardansi sínum, þá mun hann ekki hætta af sjálfsdáðum.

Hann getur það ekki. Hann þarf aðstoð – það þarf að hafa vit fyrir honum. Tortímingardansinn mun á endanum ná honum sjálfum en spurning er hvað hann tekur með sér ofan í svörtu holuna. Þessi saga er ekki ný. Við höfum séð hana áður og oft með skelfilegum afleiðingum. Einræðislegir tilburðir, vöntun á samkennd og siðferði, umhyggju­leysi, valdafíkn og ofsóknaræði. Grafa skal undan fjölmiðlum og máttarstólpum sem ekki þóknast sirkusstjóranum.

Burt – bang!

Það er í raun ótrúlegt að maðurinn hafi ekki verið stoppaður fyrir löngu. Nái einstaklingur að koma sér fyrir í mjög valdamiklu starfi virðist það duga til þess að hann haldist þar óásættanlega lengi þvert á augljós brot í starfi og aðgerðir sem sýna van­hæfni hans og grimmd.

Er hægt að gasljóstra heila þjóð og stjórnkerfi?

Það erfiðasta er að horfa upp á stjórnleysið og vita að það mun endurtaka sig. Ekki sömu leikmenn og leikborð en engu að síður er þetta gömul saga og ný. Það er hinn allra mesti harmleikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Manchester City vann sterkan sigur á Chelsea eftir slæma byrjun

England: Manchester City vann sterkan sigur á Chelsea eftir slæma byrjun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony farinn frá Manchester United

Antony farinn frá Manchester United
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þessar grænmetistegundir ýta hugsanlega undir ofþyngd

Þessar grænmetistegundir ýta hugsanlega undir ofþyngd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búinn að ákveða hvert hann fer ef hann fær ekki nógu gott samningstilboð

Búinn að ákveða hvert hann fer ef hann fær ekki nógu gott samningstilboð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að stjarnan sé ánægð hjá félaginu – Gæti orðið sá dýrasti í sögunni

Segir að stjarnan sé ánægð hjá félaginu – Gæti orðið sá dýrasti í sögunni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli