fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Leiðari

Þegar ég íhugaði að skilja börnin mín eftir í lyftu

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 8. september 2020 19:00

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari þessi birtist í helgarblaði DV 4. sept 2020 

Mikið hefur mætt á heimilum landsins þar sem dagvistun hefur víða verið af skornum skammti sökum sóttkví-ar og hafa heilu fjölskyldurnar þurft að dvelja heima samhliða því að reyna að sinna störfum sínum í fjarvinnu. Að því sögðu er ástandið á mörgum heimilum orðið nokkuð trekkt. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er í forsíðuviðtali blaðsins í dag.

Hún talar meðal annars um að vera heima þegar fólk er heima og aðskilja vinnu og heimili. Það er mikilvæg og góð regla sem ég mun reyna að tileinka mér eftir að hafa misboðið börnum mínum ítrekað með því að svara stanslaust tölvupóstum og vera að vinna í tölvunni á öllum tímum sólarhrings. Slíkt ágerist þegar fólk er fast heima í sóttkví með börnin sín sem er skiljanlegt í tímabundnu ástandi en má ekki verða til frambúðar.

Það er auðvelt að klístrast í slæma vana og veltast um í ósiðunum eins og fluga í fantaklessu. Það að ætla að klára vinnuna heima er vond hugmynd þegar heima bíða börn á ýmsum aldri. Til hvers að drífa sig heim til barnanna þegar maður er í raun ekki búinn að vinna og við tekur taugatrekkjandi limbó þar sem engu er vel sinnt?  Streituástand heima fyrir smitar út frá sér og brátt er allt á suðupunkti. Tölvupóstarnir sem sendir eru milli klukkan 17 og 20 hljóma eins og mökkölvað barn hafi skrifað þá enda er eitt barn á hendi og verið er að hræra í viðbrenndum kvöldverði á meðan póstgreyið er skrifað.

Þegar Lilja Alfreðs er spurð hvort hún þjáist af „mömmusamviskubiti“ er svarið nei. Ég þorði varla að blikka. Mér fannst eins og þungu fargi væri af mér létt. Hún segist sinna þeim vel og hugsa vel um þau og það að vinna mikið sé ekkert til að skammast sín fyrir. Nánd sé ekki sköpuð með fjölda klukkustunda heldur gæðum stundanna. Óskiptri athygli þegar fólk er saman.

Bingó!

Óskipt athygli. Ég kyngdi kökknum sem hafði setið fastur í hálsinum á mér frá deginum áður þegar ég íhugaði að skilja börnin mín eftir í lyftu. Þær höfðu þá gengið berserksgang heima hjá langömmu sinni og -afa. Sú yngsta var í miklu stuði. Ég var rétt búin að heilsa ömmu þegar sjónvarpið var hætt að virka, tölvuskjárinn kominn á hvolf, búið að tæta alla tvinna landsins af keflunum, hella safa ofan í kristalskertastjakana og hún var byrjuð að naga kerti – og komin úr kjólnum.

Í því sem ég hljóp til þess að forða henni frá magakveisu af kertaáti heyrði ég kallað: Mamma, ég er búin! Eldra barnið var víst líka á staðnum. Svitinn lak af mér og amma og afi brostu hlýlega þótt heimili þeirra væri í rúst og líklega væri búið að brjóta eitthvað og fela. Allavega var taugakerfi mitt í molum eftir svefnlitla nótt sem fylgir aðlögun á leikskóla.

Gera færri hluti og gera þá vel.

Ég ætla ekki að elda með tölvuna opna í kvöld heldur horfa í augun á börnunum mínum þegar ég tala við þau

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Miðjumaður Arsenal líklega búinn að finna nýtt félag

Miðjumaður Arsenal líklega búinn að finna nýtt félag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Zlatan tjáir sig um Rashford: ,,Ekki auðvelt að eiga við Manchester United“

Zlatan tjáir sig um Rashford: ,,Ekki auðvelt að eiga við Manchester United“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot um leikmanninn sem er sagður vera á förum: ,,Ekki bara erfitt fyrir hann“

Slot um leikmanninn sem er sagður vera á förum: ,,Ekki bara erfitt fyrir hann“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurglas á dag gæti verndað þig gegn krabbameini

Mjólkurglas á dag gæti verndað þig gegn krabbameini
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Zirkzee búinn að taka ákvörðun

Zirkzee búinn að taka ákvörðun
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvæntur sigur í Íslendingaslag í enska bikarnum – Hákon stóð í markinu

Óvæntur sigur í Íslendingaslag í enska bikarnum – Hákon stóð í markinu
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Áttu að sleppa því að borða pasta ef þú vilt léttast? Þetta segja vísindamenn

Áttu að sleppa því að borða pasta ef þú vilt léttast? Þetta segja vísindamenn