fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Leiðari

Til hamingju með Kvenréttindadaginn – „Grátlega stutt síðan ég heyrði mann tala um „engar hæfar konur“ “

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 19. júní 2020 06:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari DV, 19 júní 2020.

Kæru konur, innilega til hamingju með Kvenréttindadaginn. Bleikur er einkennislitur dagsins og því tilvalið að klæðast bleiku í dag líkt og DV.is gerir.

19. júní er okkur öllum afar mikilvægur sem hátíðis- og baráttudagur kvenna á Íslandi, þar sem
því er fagnað að þann dag árið 1915
fengu konur á Íslandi, 40 ára og eldri,
kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.

Það er því viðeigandi að dómsmálaráðherra landsins, sem er ung öflug kona, prýði forsíðu blaðsins. Hún hefði reyndar ekki
fengið að kjósa árið 1915 sökum aldurstakmarka, sem sýnir enn og aftur að þetta mjakast – hægt, en mjakast þó – og hvert skref skiptir sköpum. Nú er svo komið að það þykir líklegt til vinsælda og er talið geta ýtt eldri hugmyndum um yfirvald
(miðaldra, hvítir karlmenn) upp um borð, að bera fyrir sig ungt fólk og konur. Ung kona hlýtur því að gefa tvö stig. En bara stundum!

Það er gott og blessað að samfélagið sé að átta sig á auðnum sem fólginn er í konum á öllum aldri og mikilvægi þess að blanda saman ólíku fólki, af öllum kynjum, sem víðast.

Menn sem hafa verið með VIP-lyftupassa frá fæðingu ættu þó að varast að húkka sér far ef það stefnir í röð í þeirra lyftu. Það gerir öllum gott að læra að bíða í röð með til-
heyrandi afsökunarbeiðni, sé stigið á tær. Það er nefnilega vannýtt fegurð fólgin í því átta sig á mistökum – og geta haft orð á þeim.

Álit kvenna og þátttaka þeirra í öllum málum – ekki síst stjórnmálum – er bráðnauðsynleg. Frumkvöðlar á borð við Vigdísi Finnbogadóttur hafa með þátttöku sinni sýnt að kvenlegt innsæi og kraftur gerir
samfélagi okkar svo afskaplega gott.

Íslenskar konur eru hugrakkar og hafa verið óhræddar við að láta til sín taka. Það er því með ólíkindum að enn þurfi að réttlæta kynjakvóta. Það eru grátlega fáir dagar síðan ég hlustaði á mann tala um að „engar hæfar konur“ fengjust í starf sem hann var að auglýsa.

Því neita ég að trúa. Það þarf nefnilega að fara út úr lyftunni til að sjá að helmingurinn af fólkinu fyrir utan eru konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum eiginkona Elon Musk segir þetta vera lykilinn að velgengni hans

Fyrrum eiginkona Elon Musk segir þetta vera lykilinn að velgengni hans
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guardiola staðfestir að Walker vilji fara

Guardiola staðfestir að Walker vilji fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot um leikmanninn sem er sagður vera á förum: ,,Ekki bara erfitt fyrir hann“

Slot um leikmanninn sem er sagður vera á förum: ,,Ekki bara erfitt fyrir hann“
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvæntur sigur í Íslendingaslag í enska bikarnum – Hákon stóð í markinu

Óvæntur sigur í Íslendingaslag í enska bikarnum – Hákon stóð í markinu