fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Leiðari

Viðvörunarbjöllurnar öskra

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 1. febrúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr útvarpsstjóri var ráðinn í vikunni, sem hefur líklega ekki farið framhjá neinum. Síðan þá hafa samsæriskenningar blossað upp hægri vinstri, einmitt um hægrið og vinstrið og hvernig ráðningin sé enn eitt plottið í flókinni og útsmoginni fléttu Sjálfstæðisflokksins. Áður en útvarpsstjóri var ráðinn voru ýmsar samsæriskenningar á lofti um ráðninguna þótt engum samsæriskenningasmið hafi dottið í hug að Stefán Eiríksson myndi hreppa hnossið. Samsæriskenningarnar eru orðnar svo margar að flestir eru væntanlega búnir að týna þræðinum og fussa bara og sveia.

Það er ekki skrýtið að þessar samsæriskenningar spretti upp eins og gorkúlur. Stjórn RÚV ákvað, eftir að hafa ráðfært sig við ráðningarfyrirtækið Capacent, að birta ekki lista yfir umsækjendur og er alls kostar óvíst hvort það standist lög og reglur um opinberar stofnanir. Það var því ljóst frá upphafi ráðningarferlisins að hver sem ráðinn yrði myndi verða umdeildur. Vissulega hefur almenningur fengið að heyra nokkur nöfn af þeim rúmlega fjörutíu sem sóttu um, en enn vantar inn í heildarmyndina.

Sú leynd yfir þeim sem sóttu um eitt mest áberandi starf landsins býður upp á samsæriskenningar, purk og pískur og gerir ofboðslega lítið til að fylla almenning því trausti sem ráðamenn í landinu eru sífellt að falast eftir, án þess að lyfta svo mikið sem litla fingri til að öðlast það.

Þrátt fyrir allt þetta, þrátt fyrir að nýr útvarpsstjóri, alveg sama hvað fólki finnst hann æðislegur, frábær og meiriháttar næs gaur, þurfi nú að lesa um sig endalausar kenningar og upplognar eða sannar skoðanir og pólitískar meiningar, þá finnst nýjum útvarpsstjóra bara fínt að þessum lista skyldi hafa verið haldið leyndum. Hann skilur þá afstöðu stjórnar RÚV fullkomlega. Þá byrja viðvörunarbjöllur mínar að hringja, þótt mér finnist hann bera af sér góðan þokka þá ég þekki manninn ekki neitt.

Viðvörunarbjöllurnar mínar klingdu síðan enn hærra þegar kom í ljós að nýr útvarpsstjóri vill ólmur halda RÚV á auglýsingamarkaði. Það lá við að hljóðhimna mín spryngi þegar hann viðraði þessar áætlanir sínar því í mínum huga er vera RÚV á auglýsingamarkaði algjörlega galin, ekki síst vegna þess að markaðsöflin á RÚV hafa seilst sífellt lengra til að blóðmjólka markaðinn. RÚV meðframleiðir sjónvarpsefni sem síðan er selt til risa eins og Netflix og RÚV fær sinn hluta af kökunni. Framleiðir efni þar sem laun þáttarstjórnanda eru greidd af fjármálafyrirtækjum úti í bæ. Efnið er samt auðvitað ekki kostað, því það má ekki á RÚV. Markaðsfólkið á RÚV er búið að finna gloppu í kerfinu, í þeim ramma sem RÚV þarf að vinna innan, og ætlar að mala úr þessari gloppu skínandi fagurt gull. Þá er hægt að halda uppi heilli deild til að selja meira. Birta fleiri auglýsingar. Framleiða meira efni sem hentar fjársterkum fyrirtækjum. Algjörlega galið dæmi.

Nýr útvarpsstjóri vill líka gera RÚV sýnilegra á samfélagsmiðlum, líkt og hann gerði með Lögregluna. Af hverju? Þann rökstuðning þrái ég að heyra því varla tilheyrir það samfélagslegri ábyrgð RÚV að birta flipp í „story“ á Instagram eða vera með hótfyndni á Twitter.

Eftir að hafa fylgst með nýjum útvarpsstjóra í gegnum fjölmiðla fékk ég þá tilfinningu að nýr útvarpsstjóri væri maður með bein í nefinu, maður sem stæði uppi í hárinu á ráðamönnum ef svo bæri undir. Svo er hann líka gallharður Eurovision-aðdáandi, sem skemmir náttúrulega aldrei fyrir og eykur mannkosti ef eitthvað er. Nú hafa viðvörunarbjöllur mínar hins vegar drekkt þeim englahljómi og ég held að ástæða sé til að hafa verulegar áhyggjur af þessari ráðningu, burt séð frá öllum samsæriskenningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Miðjumaður Arsenal líklega búinn að finna nýtt félag

Miðjumaður Arsenal líklega búinn að finna nýtt félag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Zlatan tjáir sig um Rashford: ,,Ekki auðvelt að eiga við Manchester United“

Zlatan tjáir sig um Rashford: ,,Ekki auðvelt að eiga við Manchester United“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot um leikmanninn sem er sagður vera á förum: ,,Ekki bara erfitt fyrir hann“

Slot um leikmanninn sem er sagður vera á förum: ,,Ekki bara erfitt fyrir hann“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurglas á dag gæti verndað þig gegn krabbameini

Mjólkurglas á dag gæti verndað þig gegn krabbameini
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Zirkzee búinn að taka ákvörðun

Zirkzee búinn að taka ákvörðun
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvæntur sigur í Íslendingaslag í enska bikarnum – Hákon stóð í markinu

Óvæntur sigur í Íslendingaslag í enska bikarnum – Hákon stóð í markinu
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Áttu að sleppa því að borða pasta ef þú vilt léttast? Þetta segja vísindamenn

Áttu að sleppa því að borða pasta ef þú vilt léttast? Þetta segja vísindamenn