fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Leiðari

Ég gerði mistök á internetinu – Ding dong. 8.234 krónur, takk.

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 27. nóvember 2020 19:18

Vansvefta kona hefur í fortíðinni gert mistök á internetinu með barn á brjósti í skjóli nætur. Mynd: Heiða Halls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari DV 27 nóvember 2020

Það þekkja án efa einhverjir sælutilfinninguna sem getur gosið upp við að kaupa sér langþráða flík úr nætursvörtu sléttflaueli eða fallegt hreindýr sem passar fullkomlega ofan á píanóið við hliðina á svarta hnotubrjótnum. Eða það hefur fólk sagt mér – eða ég lesið einhvers staðar. Fyrir löngu.

Auðvitað þurfum við ekki allt sem við kaupum en að hafa safnað sér fyrir fallegum hlut og láta það eftir sér að kaupa hann er oft góð tilfinning. Ekki eru öll kaup bruðl og ekki allar konur vondar sem fá gæsahúð við að eignast nýja skó. Aftur er þetta dæmi gripið úr lausu lofti, ég þekki enga þannig konu. Alls ekki.

Að því sögðu er samt svo miklu skemmtilegra að kaupa eitthvað sem þörf er fyrir og nýtist vel. Því mun ég ekki sitja, sveitt á efri vörinni, á Black Friday og moka ódýru dóti í körfuna af því að það er á svo góðu verði. Ég hef gert innkaupalista yfir hluti sem vantar og mun aðeins kaupa það sem er á honum. Hluti sem ég ætlaði að kaupa hvort sem er – ekki af því að þeir eru á afslætti.

Ég er nefnilega búin að læra mína lexíu. Allavega í bili. Ég hef gert alls konar mistök. Mistökin koma í kössum nánast daglega. Ég hef keypt ilmkerti á netinu í massavís og pantað hótel í Bandaríkjunum. Áttað mig svo á því að við komu á hótelið að hvert kerti er 1 kíló og í glerkrukku sem brotnaði auðveldlega í ferðatöskunni. Ég hef setið með ljósakrónu í fanginu í flugi, með stóran steypujárnspott og verið með veskið fullt af hurðarhúnum.

Ég hef á 40% afsláttardegi mokað í bræðiskasti ofan í innkaupanetið samstæðum náttfötum á alla stórfjölskylduna nema að pabbi fékk óvart buxur í XXXXL því athygli mín var á yfirsnúningi.

Ég hef sum sé tekið þennan slag. Oftast gert mjög góð kaup. En stundum ekki.

Það síðasta heimskulega sem ég gerði var að panta frá Macy’s alls konar hluti sem ég kaupi venjulega í árlegri Ameríkuferð minni og fást ekki hér. Stutta útgáfan er sú að eitthvað klikkaði og ég fæ kassa á hverjum degi. Síðasti kassinn innihélt eitt bindi.

Ding dong. 4.322 krónur, takk.

Ding dong. 2.299 krónur, takk.

Ding dong. 8.234 krónur, takk.

Ég hef lært mína lexíu eftir að hafa borgað stjarnfræðilegan kostnað í sendingargjald. Ég vil auðvitað frekar versla á Íslandi  en eitthvað af mínu „uppáhalds“ fæst ekki hérlendis svo ég freistaði gæfunnar. Og tapaði!

Ég komst um leið að því að ég þarf minna! Bara miklu minna – bæði af ding dong og drasli!

 

PS: Í nýjastar helgarblaði DV er viðtal við Matthildi Sveinsdóttur hjá Neytendastofu um skilarétt ofl en rétt er að taka fram að sé verslað á íslenskri vefsíðu hefur kaupandinn alltaf 14 daga skilafrest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Manchester City vann sterkan sigur á Chelsea eftir slæma byrjun

England: Manchester City vann sterkan sigur á Chelsea eftir slæma byrjun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Antony farinn frá Manchester United

Antony farinn frá Manchester United
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þessar grænmetistegundir ýta hugsanlega undir ofþyngd

Þessar grænmetistegundir ýta hugsanlega undir ofþyngd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búinn að ákveða hvert hann fer ef hann fær ekki nógu gott samningstilboð

Búinn að ákveða hvert hann fer ef hann fær ekki nógu gott samningstilboð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að stjarnan sé ánægð hjá félaginu – Gæti orðið sá dýrasti í sögunni

Segir að stjarnan sé ánægð hjá félaginu – Gæti orðið sá dýrasti í sögunni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli