fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Leiðari

Kynþokkafullt kæruleysi og fokkmerki í Síðumúla

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 20. nóvember 2020 20:30

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari helgarblaðs DV 20. nóvember 2020 

Það þýðir lítið annað en að finna hæfilegt kæruleysi í miðjum faraldri nákvæmra sóttvarnalaga. Sjálf sveiflast ég á milli þess að leyfa mér rauðvínsglas og stóra smá-köku og agressífra útihlaupa um Vesturbæinn til að fá útrás fyrir streituna og hræðsluna við að enda sem Covid-jólakúla.

Í forsíðuviðtali blaðsins í dag ræða Viktoría Hermanns og Sóli Hólm um óbilandi framkvæmdagleði Sóla og sérlegt jafnaðargeð Viktoríu. Þau virðast hafa fundið hæfilega mikið kæruleysi til þess að sætta sig við sturtuleysi í eitt og hálft ár og þvottavélarlaust heimili með fjögur börn. Það er auðvitað ekki þægilegt en þau hafa áttað sig á því að við erum lítið annað en vaninn og það má vel venja sig á minna án þess að lifa minna. Þau hafa heilsuna sína, barnalánið og fljótlega gröfulausan garð.

Ástin er í forgrunni, óhreinatauið og sparslið í bakgrunni.

Það er ljúfur lærdómur sem vert er að hafa í huga. Það er fátt minna aðlaðandi en streita og tilætlunarsemi. Við getum líklega öll gefið aðeins eftir, sætt okkur við minna og í staðinn lifað meira. Tekið aðeins minna til, bakað aðeins meira. Farið í betri kjólinn af engri ástæðu og reynt að skilja kvíða og pirring eftir úti í frostinu. Við þurfum á allri okkar hjartahlýju að halda.

Eldri kona gaf mér fokkmerki í Síðumúlanum þar sem ég sá hana ekki standa við akbraut þar sem ég kom keyrandi. Ég var í þungum þönkum eftir erfiðan dag. Ég átti auðvitað að stoppa fyrir henni en fokkmerkið kom mér samt mikið á óvart. Það er ekki það sem ég á við með kæruleysi. Ég sé frekar fyrir mér mandarínur og grjónagraut, jólapeysu og samverustund á kostnað þrifa og erinda sem þarf svo kannski alls ekkert að reka.

Faraldurinn hefur þó kennt  manni það að fastar ferðir í Ikea og Costco eru líklega ekki nauðsynlegar. Eiginlega bara alls ekki. Þó ég vilji auðvitað taka fram að það sé komið mikið af jólaskrauti í Costco og útlensku sælgæti sem fólk alið upp á eyju verður fimm ára við að komast í tæri við.

Ég er mögulega með kassa af Lindt-súkkulaðihreindýrum úti í bílskúr. Og einhverjum kremum sem ég veit ekki alveg hvað gera en voru í flottum kassa og á tilboði. En slík kaup eru þó á undanhaldi. En ímyndið ykkur ef ég hefði verið í jólapeysu þegar konan gaf mér fokkmerkið, hlaupið út og sagt: „Ég veit. Þetta er glatað ástand.“

Gefið henni skrítið krem eða súkkulaðihreindýr og brunað í burtu. Kannski væri hún þá alveg hætt að gefa fólki fokkmerki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Skógar með harðgerðum plöntum leynast í risastórum holum í Kína

Skógar með harðgerðum plöntum leynast í risastórum holum í Kína
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot róar stuðningsmenn Liverpool – ,,Ég treysti mínu starfsfólki“

Slot róar stuðningsmenn Liverpool – ,,Ég treysti mínu starfsfólki“
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Kúvendingar á hægrivængnum

Sigmundur Ernir skrifar: Kúvendingar á hægrivængnum
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Atvinnuboxarinn Valgerður Guðsteinsdóttir keppir í sögulegum bardaga á vegum UFC

Atvinnuboxarinn Valgerður Guðsteinsdóttir keppir í sögulegum bardaga á vegum UFC
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Hvaða fólk verður í framboði fyrir Samfylkinguna? – Útlit fyrir stórsigur og marga nýja þingmenn

Hvaða fólk verður í framboði fyrir Samfylkinguna? – Útlit fyrir stórsigur og marga nýja þingmenn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Saka var forvitinn í gær – ,,Hvern erum við að kaupa?“

Saka var forvitinn í gær – ,,Hvern erum við að kaupa?“