fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Leiðari

„Ef ég er ekki grjóthörð – hvað er ég þá?“

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 13. nóvember 2020 20:35

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari helgarblaðs DV 13 nóv 2020

Að bera harm sinn í hljóði er mörgum eðlislægt. Oft virðist fólk þurfa að bíða eftir að mestu erfiðleikarnir séu um garð gengnir til þess að hægt sé að tala um þá. Hættan liðin hjá og þá er hægt að koma henni í orð.

Þetta er lærð hegðun. Sem börn tölum við hreint út frá hjartanu og léttum á okkur nema það sé barið niður. Eva Rós Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá Berginu, ráðgjafarsetri fyrir 25 ára og yngri, segir fjölda ungmenna sem þangað leita ekki fá þessa mikilvægu spurningu í nærumhverfi sínu: Hvernig líður þér?

Einföld spurning sem getur svo sannarlega bjargað deginum, vikunni eða lífi þess sem er spurður. Það er galið að við séum svona rög við að spyrja fólkið okkar hvernig því líði. Og sama gildir um svarið. Ef þér líður illa má svo sannarlega segja það. Þú getur orðað það eins pent eins og þú vilt – eða bara látið vaða.

Við sjáum dæmi:

Hvernig líður þér?

„Mér hefur liðið betur.“
„Ég er í kjallaranum.“
„Ég er algjörlega búin/n á því.“
„Mér líður illa.“
„Ég er kvíðin/nn.“
„Ég er hrædd/ur“
„Ég er ekki á góðum stað.“
„Illa. Getur þú hjálpað mér?“

Það er engin skömm í að biðja um hjálp eða viðurkenna vandann. Þvert á móti er skömm fólgin í því að rétta ekki út hjálparhönd eða spyrja fólk um líðan þess leiki minnsti grunur á að viðkomandi sé í vanda.

Við vitum þetta flest en af hverju bregðumst við ekki betur við? Af hverju er það „vandræðalegt“ að beygja af og játa vanlíðan fyrir fólki sem maður treystir?

Ég bugaðist um stund í síma við góðan vin. Vin sem ég treysti og finnst gott að tala við. Samt upplifði ég skömm yfir því að hafa sýnt á mér veikleika. Því ef ég er ekki grjóthörð – hvað er ég þá?

Án þess að spyrja vininn þá veit ég hverju hann hefði svarað mjúkum rómi.
„Mannleg.“

Á þessum drulluleiðinlegu tímum er ekki rými fyrir skömm yfir því að líða alls konar. Við verðum að treysta hvert öðru og halla okkur upp að samferðafólki okkar. Nýta samskiptaleiðir sem henta hverju sinni og tala saman.

Tilhugsunin um að mikið af eldra fólki sé jafnvel að eyða sínu síðasta ári í stofufangelsi er ömurlega sorgleg. Ég man ekki hvenær ég faðmaði afa minn síðast.

Þá er að horfa í það sem við getum þó gert. Talað saman í síma, skrifað bréf, skilið eftir smurbrauð í kassa með kveðju fyrir utan, teikningar frá börnum eða bara fullt af súkkulaði.

Ég hef allavega sett djúskúrinn til hliðar í bili og tekið upp símatíma. Já og vikuleg jólaboð fyrir heimilisfólkið. Einkennisbúningur nóvembermánaðar er jólapeysa og hlaupabuxur. Hreyfing og jólakósí kemur manni nær ljósinu.
Pre-ventan er hafin og því ekkert til fyrirstöðu að skreyta, hlusta á jólalög, kveikja á kertum og ljósum og borða jólamat.

Skæla svo smá í símann ef þannig liggur á manni. Sjúga svo upp í nefið og finna fyrir létti því þú ert ekki ein/n.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nýnasistar á Norðurlöndum laða að meðlimi í bardagaklúbba – „White Boy Summer Fest“

Nýnasistar á Norðurlöndum laða að meðlimi í bardagaklúbba – „White Boy Summer Fest“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eyja með gömlu hervirki til sölu – Fimmtán draugar búa þar

Eyja með gömlu hervirki til sölu – Fimmtán draugar búa þar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot gefur sama svarið: ,,Megið halda áfram að reyna“

Slot gefur sama svarið: ,,Megið halda áfram að reyna“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Ættleiddi son fyrrverandi konu eiginmannsins – Móðirin lést með hörmulegum hætti

Ættleiddi son fyrrverandi konu eiginmannsins – Móðirin lést með hörmulegum hætti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Veðurspáin fyrir versló er komin: Hvar verður besta veðrið?

Veðurspáin fyrir versló er komin: Hvar verður besta veðrið?