fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Leiðari

Má Pinterest fokka sér?

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 2. október 2020 19:30

Ég á djúskúr. Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari helgarblaðs DV 2. október 2020 

 

Það er viss pólitík að ákveða að vera hamingjusamur eða hamingjusöm. Sú lífsspeki hljómar einföld en því fleiri sem ég ræði við því ljósara verður það að hamingjusama fólkið er ekki hamingjusamt af því að það er svo fallegt, gáfað eða ríkt. Samnefnarinn er annar og einfaldari.

Það ákvað að vera hamingjusamt. Það ákvað að skrifa með ósýnilegu letri yfir heimili sitt: Hér býr hamingjan, og leggja sig fram um að varðveita hana.

Skipta út hrukkusprautum fyrir jákvæðni. Djúskúrum út fyrir marinn hvítlauk og rauðvínsglas. Hætta að bera sig saman við fólk með allt önnur forgangsatriði. Mín hamingja er ekki þín. Gelísprautun eða ganga á Hvannadalshnjúk. Eða hvort tveggja.

Ef það væri svo auðvelt að ákveða að vera hamingjusamur, værum við það þá ekki öll?

Hugsanlega, en við vitum flest hvað það er flókið að gera litlar breytingar á sjálfum sér. Bara það að ákveða að vakna 10 mínútum fyrr eða hætta að drekka kaffi getur reynst fjandi erfitt. Í því samhengi er áhugavert að hugsa til þess hversu miklum tíma margir eyða í að reyna að breyta öðrum – en geta svo ekki gert smávægilegar breytingar í eigin lífi.

Í forsíðuviðtali blaðsins í dag er rætt við eina ástsælustu útvarpskonu landsins, Sigurlaugu M. Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1.

Hún hefur ákveðið að eiga draslskúffu og -skáp og skammast sín ekki fyrir það. Treður bara duglega inn í þá, lokar og hlær. Fær sér rauðvín með ítölskum kvöldverði og hefur aldrei farið í megrun. Henni dytti ekki til hugar að liggja yfir Pinterest og skoða skipulagshugmyndir. Henni varð um og ó þegar ég spurði hana hvort hún hefði aldrei skoðað búrskápaskipulag á Pinterest. „Nei. GUÐ, NEI!“

Svo hló hún og talaði um pasta, mikilvægi þess að njóta og verja tíma með fjölskyldunni. Hvað ef galdurinn á bak við gott líf er einmitt þessi þrenna?
Pasta, Pinterest má fokka sér og eyða meiri tíma með fjölskyldunni? Mér finnst það allavega hljóma mjög vel.

Betur en djúskúrinn sem ég hef nú sagt skilið við í bili – þar til næsta æði rennur á mig.

Batnandi konum er best að lifa – og hræra hlæjandi í pastapottinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Manchester City vann sterkan sigur á Chelsea eftir slæma byrjun

England: Manchester City vann sterkan sigur á Chelsea eftir slæma byrjun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Antony farinn frá Manchester United

Antony farinn frá Manchester United
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þessar grænmetistegundir ýta hugsanlega undir ofþyngd

Þessar grænmetistegundir ýta hugsanlega undir ofþyngd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búinn að ákveða hvert hann fer ef hann fær ekki nógu gott samningstilboð

Búinn að ákveða hvert hann fer ef hann fær ekki nógu gott samningstilboð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að stjarnan sé ánægð hjá félaginu – Gæti orðið sá dýrasti í sögunni

Segir að stjarnan sé ánægð hjá félaginu – Gæti orðið sá dýrasti í sögunni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli