fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Leiðari

Krókur á móti bragði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 26. janúar 2020 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreinskilni er alla jafna sá eiginleiki sem við metum mest í fólki. Við treystum því að makar okkar segi okkur satt og reynum að ala börn upp þannig að þau treysti foreldrum sínum nógu mikið til að koma ávallt hreint og beint fram, eða svona oftast allavega. Við treystum líka vinum okkar og kunningjum til að vera einlægir og hreinskilnir – annars þróast vináttan lítið áfram. Það er auðvelt að vera hreinskilinn en stundum vefst það fyrir okkur. Yfirleitt kemst maður hins vegar ekki í alvarlegan bobba þegar maður segir satt.

Að afskræma sannleikann er hins vegar afar auðvelt. Að segja ekki allan sannleikann eða hagræða honum eftir eigin hentugleika. Segja hvíta lygi. Færa í stílinn og sleppa mikilvægum atriðum úr menginu. Hvatinn á bak við slíkar tilfærslur er þá eingöngu að upphefja sjálfan sig. Þetta vitum við öll.

Stjórnmálamenn eru duglegir í að hagræða sannleikanum, sérstaklega þegar kemur að flókinni tölfræði og gröfum sem venjulegt fólk hefur ekki áhuga á, né nennu til að kynna sér ofan í kjölinn. Tölum er fleygt fram hægri vinstri, en tölurnar eru einmitt gerólíkar þegar maður lítur til hægri og svo vinstri.

Það erfiða við slíkan málatilbúnað, að taka það úr samhengi sem hentar, er að það er endalaust hægt að þræta fyrir að maður sé að ljúga. Það er hægt að snúa út úr, grípa til tilfinninga og spila sig sem píslarvott.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kvað sér til hljóðs á Alþingi í vikunni og sakaði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að „ljúga með tölfræði.“ Hann taldi framsetningu Katrínar blekkjandi er hún reyndi að renna stoðum undir þær stóru fullyrðingar ríkisstjórnarinnar að á Íslandi væri mikill jöfnuður með því að taka ráðstöfunartekjur 2018 út fyrir sviga og sýna með þeim að ráðstöfunartekjur þeirra lægst launuðu hefðu aukist á milli ára. Ástæðan fyrir blekkingartali Björns var sú að tölfræðin sýnir einnig að ef við lítum aftur til tíunda áratugar síðustu aldar og til dagsins í dag þá hafa ráðstöfunartekjur þeirra tekjuhæstu hækkað umtalsvert meira en þeirra lægst launuðu.

Katrín sagði á Facebook að ásakanir Björns rýrðu traust almennings á stjórnmálum. Það er vinsælt stef að grípa til. Að hitt og þetta rýri traust almennings á stjórnmálum. Traust á Alþingi gæti reyndar ekki verið mikið minna og situr næstneðst á lista Gallup yfir traust á hinum ýmsu stofnunum. Í neðsta sæti er borgarstjórn Reykjavíkur. Þar á pöllum er líka mikið talað um þetta rýra traust. Það að einhver þori að benda á að verið sé að leika sér með tölfræði og hagræða, þótt það sé ekki hrein og bein lygi, rýrir ekki traustið. Við búumst við því að það sé tekist á í þingsal og rökrætt. Það sem rýrir traustið eru síendurtekin spillingarmál, frændhygli og valdagræðgi stjórnmálamanna og ráðherra sem myndu frekar selja sálu sína en að segja af sér. Skortur á sannleika rýrir traustið. Skortur á gagnsæi.

Því væri ráð að hætta að grípa til rýrnunar-trausts-vopnsins þegar einhver er þér ekki sammála og fara frekar að einbeita sér að því hvernig á að auka traust á Alþingi. Það er verðugt verkefni fyrir ríkisstjórnina – svona ef hún hefur áhuga á því að segja alltaf 100 prósent satt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Skógar með harðgerðum plöntum leynast í risastórum holum í Kína

Skógar með harðgerðum plöntum leynast í risastórum holum í Kína
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot róar stuðningsmenn Liverpool – ,,Ég treysti mínu starfsfólki“

Slot róar stuðningsmenn Liverpool – ,,Ég treysti mínu starfsfólki“
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Kúvendingar á hægrivængnum

Sigmundur Ernir skrifar: Kúvendingar á hægrivængnum
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Atvinnuboxarinn Valgerður Guðsteinsdóttir keppir í sögulegum bardaga á vegum UFC

Atvinnuboxarinn Valgerður Guðsteinsdóttir keppir í sögulegum bardaga á vegum UFC
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Hvaða fólk verður í framboði fyrir Samfylkinguna? – Útlit fyrir stórsigur og marga nýja þingmenn

Hvaða fólk verður í framboði fyrir Samfylkinguna? – Útlit fyrir stórsigur og marga nýja þingmenn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Saka var forvitinn í gær – ,,Hvern erum við að kaupa?“

Saka var forvitinn í gær – ,,Hvern erum við að kaupa?“