fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Leiðari

Nú(nú) er nóg komið – Um smálánabölið

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 13:08

a. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi leiðari birtist fyrst í helgarblaði DV 24.  júlí 2020

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður, fór hörðum orðum um smálánafyrirtækin á dögunum í aðsendri grein í Morgunblaðinu þar sem hann sagði meðal annars: „Það ættu að verða örlög lögsmámenna, sem notfæra sér neyð og bágindi annarra við innheimtu smálána, að fara í hið neðra og brenna þar vítislogum á teinum og rotna svo í mógröf, til efsta dags, og ná aldrei augliti guðs.“

Ansi harkaleg orð. Flestum finnst þau hins vegar eiga fullkomlega rétt á sér.

Smálán eru smánarblettur á samfélaginu. Þeir sem nýta sér þessi lán eru í flestum tilvikum fólk sem hefur enga aðra leið til að verða sér úti um pening og áttar sig ekki á þeim vítahring sem það getur lent í með töku þeirra.

Við höfum heyrt dæmi af andlega veiku fólki sem hefur tekið smálánin og lent í skuldasúpu. Fíklar hafa nýtt smálánin til að verða sér úti um næsta skammt. Handrukkarar í undirheimum hafa líka nýtt sér þennan möguleika. Nú er ekki bara hægt að neyða fólk með ofbeldi til að taka út úr hraðbanka til að borga skuldina sína, heldur er hægt að neyða fólk til að taka smálán í gegnum snjallsímann. Einstaklingar með þroskaskerðingu hafa tekið lánin í góðri trú, aðeins til þess að fá mörg hundruð prósenta vexti í bakið.

Eins og fram kemur í ítarlegri umfjöllun í nýjasta helgarblaði DV vísa vefsíður allra eldri smálánafyrirtækjanna á Núnú lán, sem stofnað var á þessu ári, en eigandi fyrsta íslenska smálánafyrirtækisins er meirihlutaeigandi í Núnú, sem er eitt um hituna í dag.

Það var síðan áhugaverð tilviljun að Núnú lán séu á vef sínum skráð til húsa í sömu byggingu og DV. Blaðamaður fann hins vegar enga slíka starfsemi í húsinu.

Nú vill svo til að fjallað hefur verið um smálánafyrirtækin árum saman en lítið virðist breytast. Lögum er breytt eitthvað örlítið en fyrirtækin halda ótrauð áfram, breyta skilmálum sínum örlítið og ráðast í málamyndunargjörninga með flýtigjöld og rafbækur. Svona hefur þetta gengið. Stundum virðist hreinlega eins og áhugi stjórnvalda sé ekki einlægur í þessum málum.

Á dögunum auglýsti stjórnarþingmaður eftir reynslusögum þeirra sem hefðu lent í klóm smálána og ætlaði aldeilis að láta til sín taka. DV reyndi dögum saman að ræða þetta við þingmanninn en alltaf var hann of upptekinn.

Í fréttaskýringaþættinum Kveik í fyrra var ítarlega fjallað um smálánafyrirtækin og þar meðal annars rætt við sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Strandamanna, eina fjármálafyrirtækisins sem aðstoðar smálánafyrirtækin við greiðslumiðlun. Þá sagðist hann íhuga að loka á smálánafyrirtækin. Það hefur enn ekki verið gert.

ASÍ og Neytendasamtökin létu hins vegar verkin tala fyrr á árinu og stofnuðu sérstök baráttusamtök gegn smálánastarfsemi sem hafa það að markmiði að aðstoða þolendur smálánastarfsemi og girða fyrir það að slík starfsemi fái þrifist. Samkvæmt könnun aðildarfélaga ASÍ meðal félagsmanna sinna geta 25% þeirra sem lenda í skuldavanda rakið orsökina til smálána.

Við megum engan tíma missa. Nú(nú) er nóg komið

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Harmleikurinn í Garðabæ: Dóttirin áfram í gæsluvarðhaldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Dóttirin áfram í gæsluvarðhaldi
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Bjarni Helgason gestur – Besta deildin komin á fullt og tárin féllu í Georgíufylki

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Bjarni Helgason gestur – Besta deildin komin á fullt og tárin féllu í Georgíufylki
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi