fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Leiðari

Kerfið keyrir á meðvirkni – framvarðasveitin enn samningslaus

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 6. júlí 2020 18:30

Þríeykið, Víðir, Þórólfur og Alma. Mynd:

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirfarandi leiðari birtist í DV 3.  júlí 2020

 

Það er mikill órói í samfélaginu.

Bannsett lúsmýið er komið á kreik og iðar fólk í skinninu undan biti sem heldur fyrir því vöku. Óróinn í umhverfinu nær langt umfram það sem nokkurt sterakrem eða vifta getur tekist á við.

Veirufjandinn er að sækja í sig veðrið og vanlíðanin í þjóðfélaginu eykst samhliða.

Í forsíðuviðtali DV sem kom út á föstudaginn segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson, að það sé ekki ástæða til þess að óttast veiruna heldur úrræðaleysið, sé ekki brugðist strax við og komið á fót stofnun í faraldsfræði til að taka slaginn í næsta kafla.

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir sem fór fyrir COVID-19 teymi Landspítalans sagði í viðtali við DV 22. maí að mikilvægt væri að semja við heilbrigðisstéttina fyrir næsta slag.

Nú er svo komið að búið er að fletta blaðsíðunni og sýktar persónur og leikendur farin að flæða inn líkt og jafnvel löskuðustu spámenn gátu séð fyrir. Enn hefur ekki verið lokið við samninga við hjúkrunarfræðinga og læknar og lögreglumenn eru samningslausir.

Þríeykið fræga, Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, tilheyra sem dæmi öll starfsstéttum sem eru samningslausar. Það hlýtur að teljast snargalið og kallar í raun á rauða viðvörun strax. Og hvað svo? Er eðlilegt að treysta á greiðvikni einkafyrirtækja og einstaklinga sem enn hefur ekki verið samið við?

Hvað má gera ráð fyrir að meðvirknin standi lengi? Það er gott fólk víða og þeir sem stjórna landinu eru mestmegnis gott fólk. En mikið væri nú dásamlegt ef forgangsröðunin væri í lagi og það væri einhver á vakt þegar skellurinn kemur af alvöru þunga. Þegar næsta stórslys verður, að það sé fólk til að sinna því sem á að vera það allra mikilvægasta í heiminum, að bjarga mannslífum og tryggja öryggi fólks.

Geyma mætti alls kyns ómerkilegt gelt og umræður um fatnað fram yfir heimsenda en tækla stóru málin strax.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Runólfur Ólafsson: Aðferðafræði stjórnvalda röng – ósanngjarnt að borgað sé sama gjald af smábíl og ofurjeppa

Runólfur Ólafsson: Aðferðafræði stjórnvalda röng – ósanngjarnt að borgað sé sama gjald af smábíl og ofurjeppa
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Marine Le Pen hefur lengi verið einn helsti stuðningsmaður Trump – Nú hefur hún fengið nóg

Marine Le Pen hefur lengi verið einn helsti stuðningsmaður Trump – Nú hefur hún fengið nóg
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mosfellingar gætu bætt við sig leikmanni fyrir mót

Mosfellingar gætu bætt við sig leikmanni fyrir mót
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Egill leitar að dýrum grip sem týndist fyrir 20 árum

Egill leitar að dýrum grip sem týndist fyrir 20 árum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag er að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum“

„Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag er að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum“