fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Leiðari

„He has a terrible skin condition,“ sagði ég með þykkum íslenskum hreim. „Terrible!“

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 12. júní 2020 20:29

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari eftir Tobbu Marinós ritstjóra DV – Birtist 5 júní 2020

 

Góðlátlegt grín er vanmetin, ódýr afþreying að mínu mati. Að því sögðu er vinnustaðargrínarinn alltaf góð týpa.

Ég tók það einu sinni að mér, með misjöfnum árangri þó. Ég var um tíma með sjóð sem ég lagði inn á fasta upphæð í mánuði til að eiga alltaf smá pening ef grínið þarfnaðist fjárútláta. Eitt skiptið bókaði ég auglýsingapláss undir platsnyrtivöruauglýsingu sem ég lét hanna með mynd af samstarfsmanni mínum.

Auglýsingasölumanninum fannst hún svo fyndin að ég þurfti ekki að borga birtinguna. Peningarnir komu þó að góðum notum þegar ég þurfti að kaupa „fyrirgefðu“ kökuna eftir að samstarfsmanni mínum fannst grínið ekkert spes.

Árið á eftir fannst mér skopskyn mitt vera orðið mun fágaðra. Nú myndi þetta hitta í mark. Annar samstarfsmaður minn sem hafði leikið mig grátt var á leið í vinnuferð til Bandaríkjanna. Þá datt mér það snjallræði í hug að hringja á undan honum og lýsa fyrir hótelstarfsmanninum að þessi umræddi maður væri með hvimleiðan sjúkdóm sem fæli í sér að fjarlægja þyrfti öll handklæði, lök, rúmföt og sloppa sem í herberginu væru.

„He has a terrible skin condition,“ sagði ég með þykkum íslenskum hreim. „Terrible!“

Ég tjáði liðlega hótelstarfsmanninum að minn maður kæmi því með allt lín með sér.

„En hræðilegt,“ svaraði hótelstarfsmaðurinn og bætti svo við: „Vill hann kannski sérstaka aðstoð við að koma sér inn á herbergið?“

Það vildi ég endilega og bað um að dregið yrði fyrir alla glugga ef hann gæti ekki fengið gluggalaust herbergi. Ég hló alla leiðina heim úr vinnunni.

Þangað til ég fékk email.

Með mynd.

„Það var einhver misskilingur og það gleymdist að búa um mig. Fékk því uppfærslu á svítu. Takk! Kv. Frikki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Van Dijk um framtíðina: ,,Ég veit ekki hvar ég mun spila“

Van Dijk um framtíðina: ,,Ég veit ekki hvar ég mun spila“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir hömlu- og taumlausan áróður í Söngvakeppninni – „Hér eru tvö sláandi dæmi“

Gagnrýnir hömlu- og taumlausan áróður í Söngvakeppninni – „Hér eru tvö sláandi dæmi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Nkunku leiðir línuna

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Nkunku leiðir línuna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast