fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Leiðari

Fortíðarbölið kostar sitt – „Loks þegar tilfinningalega skuldin er uppgreidd kemur annar stór og feitur tékki fyrir restinni“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 1. mars 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ekki svo löngu skrifaði ég leiðara um gleymdu börnin. Börn sem alast upp við óöryggi, ofbeldi og foreldra í vímuefnamóki. Hvernig við horfum í hina áttina og skiptum okkur ekki af þessum börnum. Svo alast þessi börn upp, týnd í þessum heimi, án grunnlærdóms sem foreldrar í uppeldinu eiga að veita okkur.

Þessi leiðari vakti nokkur viðbrögð og fékk ég orðsendingar frá ýmsum af þessum börnum sem höfðu fetað misjafnar leiðir í lífinu. Saga eins barnsins, sem fyrir löngu er orðið fullorðið, stakk mig.

Það barn nálgast nú miðjan aldur og hefur þurft að eyða ævinni allri í að berjast við djöfla fortíðar. Um langa hríð lokaði barnið dyrunum að því helvíti sem æskan var og vonaði heitt og innilega að dyrnar yrðu læstar um aldir alda. Svo fór ekki. Því hefur barnið nú þurft að gera upp æskuna með ýmiss konar sérfræðingum. Þetta barn er nú fullorðið og með alls konar greiningar sem rekja má til áfalla í æsku. Alvarlegar greiningar og sjúkdóma sem þarfnast meðhöndlunar ævina á enda. Svo alvarlegt er það að óvíst er hvort þetta barn geti áfram stundað hefðbundna vinnu. Hugsanlega tekur við langt endurhæfingartímabil með tilheyrandi vinnutapi og minnkandi tekjum.

Þetta uppgjör þessa barns er síðan langt því frá að vera ókeypis. Þetta barn er ekki á flæðiskeri statt en syndir heldur ekki í seðlum. Ræður við ákveðin útgjöld um hver mánaðamót en hins vegar má ekki mikið út af bera til að endalok mánaðarins verði erfið. Síðustu mánuði hefur þetta barn eytt mörg hundruð þúsund krónum í lækniskostnað. Hátt í hálfa milljón yfir fjögurra mánaða tímabil. Þessir aurar hafa farið í greiningarferli, sálfræðikostnað, geðlæknakostnað og lyf. Þetta barn hefur leitað þeirra leiða sem mögulegt er til að fá kostnað endurgreiddan eða lækkaðan, en það er aðeins brotabrot af heildarmyndinni.

Þetta barn hafði samband við mig, af  því að því fannst það skjóta skökku við að fortíðarbölið kostaði framtíðina svona mikið. Þessi fullorðni einstaklingur átti jú enga sök á þeim áföllum sem hann þurfti að horfa upp á sem barn. Þessi manneskja hafði oft borgað fyrir syndir foreldra sinna, þó ekki með peningum, í gegnum tíðina. Þurft að líða fyrir það í fjölskyldunni að vera barn alkóhólista. Alkóhólista sem oft sviku loforð eða gerðu hluti sem særðu fólkið í kringum þá. Skuldin lenti á barninu, enda foreldrarnir ekki með rænu til að greiða hana upp. Svo loks þegar tilfinningalega skuldin er uppgreidd kemur annar stór og feitur tékki fyrir restinni.

Í minningum þessa barns fengu foreldrar þess ávallt þá hjálp sem þeir þurftu. Þau fóru inn og út úr meðferð og fengu ríkan stuðning í hvert sinn sem þau gerðu sig líkleg til að þurrka sig upp. Fóru á alls kyns fundi og voru hvött til að hugsa vel um sig sjálf. Barnið hins vegar gleymdist. Það fékk engan stuðning, enga fundi eða meðferð. Það var skilið eftir einhvers staðar og einhvers staðar og átti síðan að vera boðið og búið að taka afsökunarbeiðnir foreldranna gildar þegar vímuefnamókið rann af þeim.

Það er fátt ósanngjarnara en að greiða skuldir sem maður stofnaði ekki til. Vera beittur óréttlæti. Þetta er bara ein saga af mörgum. Raunverulegt dæmi um hvaða áhrif afskiptaleysi hefur. Hvers konar manneskjur það elur af sér. Er það svona framtíð sem við viljum skapa börnum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta á ekki að setja í airfryer

Þetta á ekki að setja í airfryer
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Hojlund byrjar

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Hojlund byrjar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta eru þeir áfangastaðir sem fólk vill helst heimsækja

Þetta eru þeir áfangastaðir sem fólk vill helst heimsækja
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bandaríkjamenn hneykslaðir eftir þessa myndbirtingu – ,,Er þetta tré?“

Bandaríkjamenn hneykslaðir eftir þessa myndbirtingu – ,,Er þetta tré?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vonar að hann yfirgefi Liverpool í janúar – ,,Verður að spila fleiri mínútur“

Vonar að hann yfirgefi Liverpool í janúar – ,,Verður að spila fleiri mínútur“