fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Leiðari

Stílbrot í Vogahverfi

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. febrúar 2019 16:00

Pálmatré í Vogahverfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir eru sammála um að frumskylda hins opinbera er að halda uppi grunnþjónustu. Starfrækja skóla, heilbrigðisþjónustu, leggja vegi og halda upp eðlilegri og lýðræðislegri stjórnsýslu. Þegar hið opinbera gerir eitthvað sem ekki telst til þessara þátta heyrast nánast undantekningarlaust gagnrýnisraddir. Af hverju kostar þetta svona mikið? Hver er forgangsröðunin? Af hverju á þessum stað? Af hverju þessi en ekki hinn?

Þetta eru allt saman mjög skiljanlegar vangaveltur sem fulltrúar ríkis og sveitarfélaga verða að hafa í huga. Til dæmis þegar þeir gefa leyfi fyrir og veita fjármagni til listaverka í almannarými.

Flestir telja uppsetningu listaverka ekki til grunnþjónustu og því verður að vanda til verka. Þýðir þetta að engum fjármunum ætti að verja til þessa málaflokks? Nei. Hver vill búa í listlausri borg og hver vill heimsækja hana? Almenningsrýmið verður að vera aðlaðandi fyrir bæði íbúa og útlendinga sem hafa um nóg að velja í ferðamannabæklingum sínum. Það eru ekki myndir af leikskólum og spítölum í þeim bæklingum, heldur glæsilegum og einkennandi mannvirkjum, sem prýða staðina, eða náttúran.

Það er hlutverk hins opinbera að hampa íslenskri list og koma henni á framfæri. Við Íslendingar erum svo lánsamir að eiga her af listafólki í öllum geirum sem hefur áhuga á að gefa af sér og auðga samfélagið. Hver staður á að vera auglýsing fyrir menninguna, og almannarýmið er vettvangurinn. Hvort það eru listaverk sem höfða til landslagsins eða náttúrunnar, glæsilegar byggingar í gömlum eða nýjum stíl eða styttur af fólki úr Íslandssögunni, já eða þjóðsagnapersónum. Abstrakt list á einnig fullkomlega rétt á sér enda er hún stór og merkilegur hluti af íslenskri menningu.

Stundum kemur það fyrir að handhafar hins opinbera fara algerlega út af sporinu. Pálmatrén tvö sem eiga að rísa í Vogunum er fyrirtaks dæmi um það. Ekki er að sjá að verkið hafi neina tengingu við íslenska menningu, Ísland, Reykjavík eða Vogahverfið. Ekki frekar en stytta af Jóhönnu af Örk eða Elvis Presley. Þetta er ekki sagt í einhverjum þjóðrembingi heldur furðu. Listaverk í almenningsrými þurfa alls ekkert öll að vera af dauðum þingmönnum og sauðkindum. Þótt ólistlærður sé leyfi ég mér að grípa til orðsins stílbrot. Nema að verkið sé fyrsti liðurinn í að gera borgina að einhvers konar alheimsbræðingi. Litlu Las Vegas.

Staðsetningin er vissulega eitthvað sem þarf að hafa í huga og því ber að taka fagnandi að Vogahverfið hafi orðið fyrir valinu. List bera að dreifa um öll hverfi borgarinnar, bæði fyrir íbúana þar og þau fyrirtæki sem starfrækt eru. Grafarvogur, Breiðholt, Árbær, Norðlingaholt. Ekkert hverfi skal undanskilið.

Kostnaðurinn skiptir auðvitað miklu máli og er oftast nær það sem harðast er gagnrýnt. Á það vel við í þessu tilviki þar sem kostnaðurinn er metinn á 140 milljónir og í ljósi reynslunnar verður hann mun hærri. Þegar verið er að veita fjármagni til verkefna sem teljast ekki til grunnþjónustu verður að passa vel upp á hverja einustu krónu.

Þetta er ekki flókið mál og þeim sem fara með ákvörðunarvaldið er ekki vorkunn. Ef vandað er til verka er hægt að byggja upp borg sem prýði er að samfara því að halda uppi öflugri grunnþjónustu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool er að setja allt á fullt og vilja kaupa hann í janúar

Liverpool er að setja allt á fullt og vilja kaupa hann í janúar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný