fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Leiðari

Lýðræðisfatli Sjómannafélagsins

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 3. nóvember 2018 16:30

Heiðveig María Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðasta helgarblaði DV var Heiðveig María Einarsdóttir í ítarlegu viðtali og ræddi þar á meðal um baráttu sína við núverandi stjórn Sjómannafélags Íslands. Eftir að Heiðveig boðaði framboð sitt til formanns hefur verið róið öllum árum að því að halda henni frá stólnum. Hefur hún verið sökuð um að rægja stjórnina, spilla sameiningu sjómannafélaga og ganga erinda bæði útgerðarinnar og sósíalista, undarlegur bræðingur það.

Hefur hún sagt að lögum félagsins hafi verið breytt á ólöglegan hátt, reglur stangist á og hafi ekki verið birtar á vefsíðu fyrr en hún boðaði framboð sitt. Með hinum nýju breytingum hafi einungis þeir sem greitt hafa í félagið síðustu þrjú ár verið kjörgengir til formanns, en það hefur Heiðveig ekki gert.

Síðan þá hefur Heiðveig verið rekin úr Sjómannafélagi Íslands. Rekin úr sínu eigin verkalýðsfélagi og nýtur þar af leiðandi ekki þeirrar verndar sem vinnandi fólki í landinu þykir sjálfsögð. Hverjar eru svo ástæðurnar fyrir þessu?

Samkvæmt forystumönnum félagsins varð að reka Heiðveigu úr Sjómannafélaginu vegna þess að hún gengi erinda Sósíalista og Gunnars Smára Egilssonar. Að framboð hennar væri liður í yfirtöku þeirra á verkalýðsfélögunum. Hefði þetta þegar gerst, til dæmis í Eflingu og forða yrði Sjómannafélaginu frá sömu örlögum. Ekki er hikað við að vitna í stofnun Sovétríkjanna fyrir hundrað árum til að renna stoðum undir þessar samsæriskenningar. Jafnvel þó að Heiðveig hafi verið í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma og eigi samkvæmt sömu gagnrýnisröddum að ganga erinda útgerðarinnar.

Þetta segir sitt um þann lýðræðisfatla sem virðist viðgangast innan þessa félags. Forystumennirnir treysta ekki félagsmönnum til að kjósa um formann. Þeir eiga þetta og þeir ráða hverjir fá að vera í framboði. Ekki er hikað við að beygja reglur og svipta manneskju félagsvernd til þess að verja þá stöðu.

Segjum sem svo að samsæriskenningar þeirra félaga ættu við rök að styðjast. Að skipskokkurinn og viðskiptalögfræðingurinn Heiðveig væri Lenín sjálfur í dulargervi. Þá hefði forystan engu að síður engan rétt til að beita þessum bellibrögðum til að halda henni frá formannsstólnum. Í lýðræðislegum félögum hafa meðlimir rétt til að kjósa hvern sem þeir vilja, hvaða stefnu sem þeir aðhyllast. Það er fullkomlega eðlilegt að fólk í verkalýðsfélögum deili um hugmyndir og stjórnmálaskoðanir. Sumir verða ofan á og aðrir undir en allir eiga sama rétt á að koma sér á framfæri.

Þessar aðfarir í Sjómannafélagi Íslands benda samt til þess að hér sé ekki um hugmyndafræðilegan ágreining að ræða. Það getur hreinlega ekki verið. Hvað er það í starfi félagsins sem ekki þolir dagsljósið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nistelrooy kemur vel fyrir og vilja reyna að halda honum

Nistelrooy kemur vel fyrir og vilja reyna að halda honum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal til í að losna við Trossard og fá inn leikmann frá West Ham

Arsenal til í að losna við Trossard og fá inn leikmann frá West Ham
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

„Jólin eru ekki komin fyrr en ég fæ karamellutússuna mína“ – Skilur þú hvað Jógvan er að segja?

„Jólin eru ekki komin fyrr en ég fæ karamellutússuna mína“ – Skilur þú hvað Jógvan er að segja?