fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FréttirLeiðari

Ráðherra verndar gerendur, ekki þolendur

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 27. október 2018 16:00

Sigríður Á. Andersen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lagði nýverið fram frumvarp sem myndi hafa í för með sér breytingu á birtingu dóma. Yrðu þá dómar og úrskurðir í „viðkvæmum málum“ svo sem kynferðisbrotamálum ekki birtir hjá héraðsdómstólum. Einnig yrðu nöfn sakborninga í öllum öðrum sakamálum afmáð í dómum.

Ástæðan fyrir þessu er að sögn ráðherra að vernda brotaþola, vitni og fleiri sem koma við sögu með tilliti til persónuverndar. Væri sú vernd ekki nægilega tryggð í hinum viðkvæmu málum með einungis nafnleynd því það væri hægt að greina persónur út frá öðrum atriðum og stundum væru mistök gerð í nafnhreinsunum.

Þessi rök eru augljóslega aðeins til málamynda, réttlæting á slæmum gjörningi. Raunverulega ástæðan fyrir frumvarpinu er að vernda kerfið.

Dómskerfið allt hefur á undanförnum árum fengið harða gagnrýni fyrir linkind í ofbeldismálum, sérstaklega kynferðisbrotamálum. Hafa skammarlega lágir dómar fallið fyrir alvarleg brot og ofbeldismenn fengið umtalsvert styttri dóma en til dæmis fíkniefnasalar og burðardýr sem hafa fengið meira en tíu ára fangelsisdóma. Auðvitað er löggjafinn ábyrgur fyrir refsirammanum sjálfum en dómarar eru ábyrgir fyrir því hvernig hann er nýttur. Hefur fólki sí og æ blöskrað að sjá fréttaflutning af lágum dómum barnaníðinga og annarra kynferðisafbrotamanna.

Þetta sést til að mynda í mælingum á trausti stofnana. Fyrr á árinu mældist dómskerfið aðeins með 36 prósenta traust og hafði lækkað um 7 prósent frá mælingunni þar áður. Til samanburðar mældist embætti saksóknara með 48 prósent traust og lögreglan með 77 prósent. Þetta kemur sér ekki vel fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem hefur haldið á dómsmálaráðuneytinu síðan 1991 ef frá er talið kjörtímabilið eftir hrun.

Nú á að slökkva á þessari gagnrýni handvirkt. Ekki með því að taka til í málaflokknum og gera hann mannlegan heldur með þöggun. Með því að birta dómana ekki er hægt að fela þetta fyrir almenningi og þannig lægja reiðiöldurnar gegn dómskerfinu.

Óvíst er hvort Vinstri Græn, sem skilgreina sig sem femínskt afl, samþykki þennan gjörning því hér er verið að halda hlífiskildi yfir kynferðisafbrotamönnum og ofbeldismönnum.

Hluti af réttarvitund okkar er að réttarhöld séu opin og það megi ekki raska því nema í ítrustu nauðsyn. Það að dæmdir sakamenn séu ekki nafngreindir sendir út óæskilega hvata út í samfélagið. Ábyrgð þeirra verður minni og þar með líklegra að þeir láti til skarar skríða. Ráðherra er að vernda gerendur, ekki þolendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti