fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Leiðari

Stendur ykkur á sama?

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. júní 2018 14:00

Kristinn H. Guðnason Fréttastjóri hjá DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í DV í dag er rakin saga Kristjáns Steinþórssonar, ungs manns sem barðist við þunglyndi og önnur andleg vandamál frá æsku. Kristján var afburðanemandi og vinsæll meðal skólafélaganna en hvergi í skólakerfinu var gripið inn í þegar hann smátt og smátt sökk dýpra í þunglyndi og fíkniefnaneyslu sem afleiðingu af því. Hann flosnaði upp úr námi og datt út úr kerfinu. Þegar hann leitaði á náðir kerfisins aftur nokkrum árum síðar kom hann að lokuðum dyrum, mætti sinnuleysi og skætingi. Það var ekki pláss fyrir hann. Afleiðingin var sú að við misstum bráðgáfaðan dreng þann 9. júní, algerlega að óþörfu.

Hver sem er getur lent í svarta hundinum svokallaða sem tekur fleiri og fleiri líf á hverju ári. Ef velferðarkerfið bregst ekki við á fullnægjandi hátt leitar fólk í það að „lækna sig sjálft“, deyfa sársaukann með fíkniefnum sem nóg framboð er af. Sérstaklega hinu svokallaða læknadópi, lyfseðilsskyldum ópíóðum og öðrum mjög vandmeðförnum lyfjum.

Saga Kristjáns er ekki einstök, hún er dæmigerð. Við þekkjum öll einhvern sem berst við andleg veikindi og sorglega margir þekkja einhvern sem hefur tekið eigið líf. Sjálfur á ég þrjá vini sem glímt hafa við þunglyndi, allir hafa þeir haft sjálfsvígshugsanir og tveir þeirra reynt að ganga alla leið. Þetta er svo viðkvæmt og það þarf svo lítið til að missa þetta verðmæta fólk. Einn slæmur niðurtúr, einar vondar fréttir, ein höfnun frá kerfinu og þetta er búið. Þess vegna verða þessi mál að vera hundrað prósent í lagi.

Þetta er ekki dulið vandamál, allir vita að geðheilbrigðismál eru í ólagi á Íslandi og þunginn í umræðunni hefur verið mikill í meira en tvö ár. Stjórnvöld lofa öllu fögru og alls konar hópar, nefndir og ráð hafa verið skipuð. Árið 2016 setti Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, af stað aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum. Sama var uppi á teningnum ári síðar hjá Óttari Proppé, arftaka Kristjáns. Gera átti skurk í þessum málum en engu að síður gekk illa að veita auknu fjármagni í málaflokkinn. Þetta sumar, 2017, tóku fimm ungir menn í íslensku rokksenunni eigið líf og tveir menn sviptu sig lífi inni á geðdeild.

Það sama virðist ætla að vera uppi á teningnum núna. Nýr heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, er tekin við og „geðheilbrigðisáætlun hrint í framkvæmd“. Kunnuglegt stef en ekkert virðist breytast. Biðlistarnir eru ennþá til staðar, bráðamóttaka geðsviðs er ennþá aðeins opin í sjö tíma á sólarhring, enn er mikill skortur á sálfræðingum víðs vegar í kerfinu og enn byrjar sumarið á því að við missum unga fólkið okkar.

Ráðamenn verða að skilja að þetta er neyðarástand og það þýðir ekki að bregðast við þessu með orðunum einum saman. Það á enginn sem er í lífshættu að koma að lokuðum dyrum og það er vel hægt að bregðast við þessu. En það verður að vera pólitískur vilji til að það gangi eftir. Því spyr ég Svandísi Svavarsdóttur og alla ríkisstjórn Íslands: Stendur ykkur á sama?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hélt framhjá kærustunni með frægri fyrirsætu: Hún hélt að ástin væri í loftinu – ,,Hann niðurlægði og notaði mig“

Hélt framhjá kærustunni með frægri fyrirsætu: Hún hélt að ástin væri í loftinu – ,,Hann niðurlægði og notaði mig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki rétt að Chelsea vilji losa Disasi

Ekki rétt að Chelsea vilji losa Disasi
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora