Þorgrímur hefur um langt skeið unnið að forvörnum og hvatt börn til heilbrigðs lífsstíls og þá vakti hann athygli árið 2023 þegar hann lýsti yfir neyðarástandi hjá æsku landsins.
Þessir fjögur atriði sem Þorgrímur nefnir í byrjun greinar sinnar eru frá sálfræðingnum virta Jonathan Haidt sem skrifaði bókina Kvíðakynslóðin sem kom út árið 2024. Bendir Þorgrímur á að Jonathan vitni í tæplega 400 vísindagreinar, rannsóknir og bækur máli sínu til stuðnings.
„Okkur er ljóst að aukinn kvíði, depurð, einbeitingarleysi, athyglisbrestur, ótti, ranghugmyndir og brotin sjálfsmynd ungs fólks eru ekki bundin við Ísland, heldur er þetta vaxandi vandamál úti um allan heim. Höfundur bókarinnar segir að þeir sem séu fæddir á tímabilinu 1995 til 2015 tilheyri svokallaðri Z-kynslóð. Aukin notkun samfélagsmiðla hefur afvegaleitt hluta þessarar kynslóðar, rænt hana hugrekkinu og trúnni á sjálfa sig,“ segir Þorgrímur meðal annars.
Hann bendir á að heilbrigð og einlæg samskipti hafi verið á undanhaldi og sífellt fleiri börn hverfi ofan í skjáinn, þar sem „eitruð“ afþreying heltekur þau.
„Sýndarheimurinn hefur hægt og rólega verið að ræna börnum beint fyrir framan nefið á fullorðnu fólki. Okkur hefur skort hugrekki og samstöðu til að spyrna við fótum, af því að við erum flest undir sömu sökina seld,“ segir Þorgrímur og geta væntanlega margir tekið undir þetta.
Hann bendir á að kömmu eftir að samfélagsmiðlar ruddu sér til rúms hafi sjálfsskaði 10-14 ára stúlkna í Bandaríkjunum aukist um 189% og 15-19 ára stúlkna um 62%. Kannanir á Íslandi sýni að 25% stúlkna í 10. bekk á Íslandi hafi skaðað sig. Þá hafi sjálfsmorðstíðni stúlkna í Bandaríkjunum aukist um 167% frá 2010-2020 og um 91% meðal drengja.
Þorgrímur telur svo upp aðgerðirnar fjórar sem Jonathan Haidt skorar á yfirvöld í hinum vestræna heimi að grípa til:
Engir snjallsímar fyrir 14 ára aldur. Foreldrar verða að vernda börnin frá aðgangi aðinternetinumeð því að leyfa þeim eingöngu að nota „spjallsíma“, sem er með fáum öppum og engum netvafra.
Engir samfélagsmiðlar fyrir 16 ára aldur. Jonathan skorar á foreldra og yfirvöld að leyfa krökkum að vinna sig í gegnum viðkvæmasta heilaþroskatímabilið áður en þau tengjast hinum eitraða samanburði í sýndarheiminum, falsfréttum og áhrifum gervigreindar.
Símalausir grunnskólar. Allir snjallsímar,snjallúrog persónulegar græjur ættu að geymast í læstum skápum í skólum. Þetta er eina leiðin til þess að börnin öðlist heilbrigða félagsfærni á skólatíma, tengi vel við aðra nemendur og starfsmenn skólanna.
Eftirlitslaus leikur og sjálfstæði í æsku. Eingöngu þannig þróa börnin náttúrulega félagsfærni, yfirvinna kvíða og styrkja sjálfsmyndina. Öll mistök sem börn gera í frjálsum leik, og meiðsli sem þau kunna að verða fyrir, geta verið þeirra mikilvægasti þroski. Börn eru landkönnuðir, ekkiinniverur.
Þorgrímur segir einnig að ef krakkar eyða átta klukkutímum á dag á samfélagsmiðlum, sem víða er staðreynd, megi ætla að þau séu afvegaleidd á helmingi vöktunartíma þeirra.
„Sem sagt í fjóra mánuði á ári! Og við, hinir ábyrgu uppalendur, horfum upp á þetta og vonum hið besta, jafnvel þótt við vitum í hvað stefnir.“
Hann nefnir að flest okkar séum meðvituð um að börnin okkar séu ofvernduð í hinum raunverulega heimi en berskjölduð í sýndarheiminum.
„Við höfum opnað óheftan aðgang ókunnugra um víða veröld að börnum okkar í gegnum „snjallsímann“. Börnin eru svipt svefni, samveru og félagslegri virkni og þau verða fíklar, eins og fullorðna fólkið. Samfélagsmiðlar eru helsta ástæða aukins kvíða, þunglyndis, depurðar, sjálfsskaða, ólæsis, leti og svo mætti lengi telja.“
Þorgrímur endar grein sína á að skora á þá 63 einstaklinga sem eiga sæti á Alþingi Íslendinga og þá fjölmörgu sem eiga sæti í sveitarstjórnum um allt land.
„Ef okkar 63 þingmenn læsu ofangreinda bók og allir sveitarstjórnarmenn gerðu slíkt hið sama myndu þeir grípa í taumana. Heilbrigður heilaþroski og sjálfsbjargarviðleitni komandi kynslóða eru í húfi og þar með hagsmunir samfélagsins þegar fram líða stundir. Hvenær höfum við hugrekki til að segja: hingað og ekki lengra?“