fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
Fréttir

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 07:59

Sigurður Ingi Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, er gestur Dagmála á mbl.is ásamt Óla Birni Kárasyni, fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Í þættinum er meðal annars rætt um ákvörðun Bjarna Benediktssonar að láta af þingmennsku og formennsku í Sjálfstæðisflokknum og stöðu Framsóknarflokksins eftir kosningar.

Framsókn fór úr þrettán þingmönnum fyrir kosningar niður í fimm og þá féllu allir ráðherrar flokksins af þingi nema Sigurður Ingi.

Lilja telur að yfirlýsing Bjarna um brotthvarf úr stjórnmálum hafi aukið þrýsting á Sigurð Inga að gera slíkt hið sama. Fjallað er um viðtalið í Morgunblaðinu í dag og þar kemur fram að samkvæmt heimildum blaðsins séu háværar raddir innan Framsóknarflokksins um að formaðurinn axli ábyrgð á slökum árangri flokksins í kosningunum.

„Það sem ég heyri í okkar fólki er að það vill fara yfir stöðuna,“ segir Lilja og nefnir að fólk hafi áhuga á að flýta jafnvel flokksþingi flokksins.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að hermt sé að Sigurður Ingi vilji bíða eftir að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi fyrir, en bæði Píratar og Framsóknarflokkur kærðu framkvæmd þeirra í Suðvesturkjördæmi. Óljóst er hversu langan tíma það mun taka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Svona stóru landsvæði hafa Rússar náð í Úkraínu

Svona stóru landsvæði hafa Rússar náð í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Þór ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – Áður dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum á meðferðarheimili

Jón Þór ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – Áður dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum á meðferðarheimili
Fréttir
Í gær

Segir Grænlendinga geta hagnast á nánari samvinnu við Bandaríkin og gagnrýnir vopnakaup Íslendinga fyrir Úkraínu

Segir Grænlendinga geta hagnast á nánari samvinnu við Bandaríkin og gagnrýnir vopnakaup Íslendinga fyrir Úkraínu
Fréttir
Í gær

Segir enn hægt að koma í veg fyrir næsta skipulagsslys í borginni – Mun grænn veggur rísa í Laugarnesi?

Segir enn hægt að koma í veg fyrir næsta skipulagsslys í borginni – Mun grænn veggur rísa í Laugarnesi?
Fréttir
Í gær

Mátti saka fyrrverandi um nauðgun

Mátti saka fyrrverandi um nauðgun
Fréttir
Í gær

Milljónamæringur fær á baukinn: Sagðist tilbúinn að borga slökkviliðsmönnum „hvað sem er“ fyrir að verja heimili sitt

Milljónamæringur fær á baukinn: Sagðist tilbúinn að borga slökkviliðsmönnum „hvað sem er“ fyrir að verja heimili sitt