fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við þurf­um að grípa til fjög­urra aðgerða ef við höf­um áhuga á að hlúa að næstu kyn­slóð, styrkja sjálfs­mynd henn­ar og ­sjálfs­bjarg­ar­viðleitni og trekkja upp seiglu og dugnað,” segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og þriggja barna faðir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þorgrímur hefur um langt skeið unnið að forvörnum og hvatt börn til heilbrigðs lífsstíls og þá vakti hann athygli árið 2023 þegar hann lýsti yfir neyðarástandi hjá æsku landsins.

Þessir fjögur atriði sem Þorgrímur nefnir í byrjun greinar sinnar eru frá sálfræðingnum virta Jonathan Haidt sem skrifaði bókina Kvíðakynslóðin sem kom út árið 2024. Bendir Þorgrímur á að Jonathan vitni í tæplega 400 vísindagreinar, rannsóknir og bækur máli sínu til stuðnings.

Vaxandi vandi um allan heim

„Okk­ur er ljóst að auk­inn kvíði, dep­urð, ein­beit­ing­ar­leysi, at­hygl­is­brest­ur, ótti, rang­hug­mynd­ir og brot­in sjálfs­mynd ungs fólks eru ekki bund­in við Ísland, held­ur er þetta vax­andi vanda­mál úti um all­an heim. Höf­und­ur bók­ar­inn­ar seg­ir að þeir sem séu fædd­ir á tíma­bil­inu 1995 til 2015 til­heyri svo­kallaðri Z-kyn­slóð. Auk­in notk­un sam­fé­lags­miðla hef­ur af­vega­leitt hluta þess­ar­ar kyn­slóðar, rænt hana hug­rekk­inu og trúnni á sjálfa sig,“ segir Þorgrímur meðal annars.

Hann bendir á að heil­brigð og ein­læg sam­skipti hafi verið á und­an­haldi og sí­fellt fleiri börn hverfi ofan í skjá­inn, þar sem „eitruð“ afþrey­ing heltek­ur þau.

„Sýnd­ar­heim­ur­inn hef­ur hægt og ró­lega verið að ræna börn­um beint fyr­ir fram­an nefið á full­orðnu fólki. Okk­ur hef­ur skort hug­rekki og sam­stöðu til að spyrna við fót­um, af því að við erum flest und­ir sömu sök­ina seld,“ segir Þorgrímur og geta væntanlega margir tekið undir þetta.

Atriðin fjögur

Hann bendir á að kömmu eft­ir að sam­fé­lags­miðlar ruddu sér til rúms hafi sjálfsskaði 10-14 ára stúlkna í Banda­ríkj­un­um aukist um 189% og 15-19 ára stúlkna um 62%. Kann­an­ir á Íslandi sýni að 25% stúlkna í 10. bekk á Íslandi hafi skaðað sig. Þá hafi sjálfs­morðstíðni stúlkna í Banda­ríkj­un­um aukist um 167% frá 2010-2020 og um 91% meðal drengja.

Þorgrímur telur svo upp aðgerðirnar fjórar sem Jonathan Haidt skorar á yfirvöld í hinum vestræna heimi að grípa til:

  1. Eng­ir snjallsím­ar fyr­ir 14 ára ald­ur. For­eldr­ar verða að vernda börn­in frá aðgangi aðinternetinumeð því að leyfa þeim ein­göngu að nota „spjallsíma“, sem er með fáum öppum og eng­um netvafra.

  2. Eng­ir sam­fé­lags­miðlar fyr­ir 16 ára ald­ur. Jon­ath­an skor­ar á for­eldra og yf­ir­völd að leyfa krökk­um að vinna sig í gegn­um viðkvæm­asta heilaþroska­tíma­bilið áður en þau tengj­ast hinum eitraða sam­an­b­urði í sýnd­ar­heim­in­um, fals­frétt­um og áhrif­um gervi­greind­ar.

  3. Síma­laus­ir grunn­skól­ar. All­ir snjallsím­ar,snjallúrog per­sónu­leg­ar græj­ur ættu að geym­ast í læst­um skáp­um í skól­um. Þetta er eina leiðin til þess að börn­in öðlist heil­brigða fé­lags­færni á skóla­tíma, tengi vel við aðra nem­end­ur og starfs­menn skól­anna.

  4. Eft­ir­lits­laus leik­ur og sjálf­stæði í æsku. Ein­göngu þannig þróa börn­in nátt­úru­lega fé­lags­færni, yf­ir­vinna kvíða og styrkja sjálfs­mynd­ina. Öll mis­tök sem börn gera í frjáls­um leik, og meiðsli sem þau kunna að verða fyr­ir, geta verið þeirra mik­il­væg­asti þroski. Börn eru land­könnuðir, ekkiinniverur.

Fjórir mánuðir á ári

Þorgrímur segir einnig að ef krakkar eyða átta klukkutímum á dag á samfélagsmiðlum, sem víða er staðreynd, megi ætla að þau séu afvegaleidd á helmingi vöktunartíma þeirra.

„Sem sagt í fjóra mánuði á ári! Og við, hinir ábyrgu upp­al­end­ur, horf­um upp á þetta og von­um hið besta, jafn­vel þótt við vit­um í hvað stefn­ir.“

Hann nefnir að flest okkar séum meðvituð um að börnin okkar séu ofvernduð í hinum raunverulega heimi en berskjölduð í sýndarheiminum.

„Við höf­um opnað óheft­an aðgang ókunn­ugra um víða ver­öld að börn­um okk­ar í gegn­um „snjallsím­ann“. Börn­in eru svipt svefni, sam­veru og fé­lags­legri virkni og þau verða fíkl­ar, eins og full­orðna fólkið. Sam­fé­lags­miðlar eru helsta ástæða auk­ins kvíða, þung­lynd­is, dep­urðar, sjálfsskaða, ólæsis, leti og svo mætti lengi telja.“

Þorgrímur endar grein sína á að skora á þá 63 einstaklinga sem eiga sæti á Alþingi Íslendinga og þá fjölmörgu sem eiga sæti í sveitarstjórnum um allt land.

„Ef okk­ar 63 þing­menn læsu of­an­greinda bók og all­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn gerðu slíkt hið sama myndu þeir grípa í taum­ana. Heil­brigður heilaþroski og sjálfs­bjarg­ar­viðleitni kom­andi kyn­slóða eru í húfi og þar með hags­mun­ir sam­fé­lags­ins þegar fram líða stund­ir. Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki
Fréttir
Í gær

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hversu oft má nota bökunarpappír?

Hversu oft má nota bökunarpappír?