fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 07:59

Sigurður Ingi Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, er gestur Dagmála á mbl.is ásamt Óla Birni Kárasyni, fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Í þættinum er meðal annars rætt um ákvörðun Bjarna Benediktssonar að láta af þingmennsku og formennsku í Sjálfstæðisflokknum og stöðu Framsóknarflokksins eftir kosningar.

Framsókn fór úr þrettán þingmönnum fyrir kosningar niður í fimm og þá féllu allir ráðherrar flokksins af þingi nema Sigurður Ingi.

Lilja telur að yfirlýsing Bjarna um brotthvarf úr stjórnmálum hafi aukið þrýsting á Sigurð Inga að gera slíkt hið sama. Fjallað er um viðtalið í Morgunblaðinu í dag og þar kemur fram að samkvæmt heimildum blaðsins séu háværar raddir innan Framsóknarflokksins um að formaðurinn axli ábyrgð á slökum árangri flokksins í kosningunum.

„Það sem ég heyri í okkar fólki er að það vill fara yfir stöðuna,“ segir Lilja og nefnir að fólk hafi áhuga á að flýta jafnvel flokksþingi flokksins.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að hermt sé að Sigurður Ingi vilji bíða eftir að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi fyrir, en bæði Píratar og Framsóknarflokkur kærðu framkvæmd þeirra í Suðvesturkjördæmi. Óljóst er hversu langan tíma það mun taka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Í gær

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Í gær

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“
Fréttir
Í gær

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“